Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 163
RETORIK MYNDARINNAR
eins.13 Myndin í merkingarauka sínum, væri þannig samsett af skipulegri
byggingu tákna sem kæmu úr breytilegu djúpi orðaforða (einstaklings-
málanna). Ef sálin, eins og talið er núna, er mynduð líkt og tungumálið,
helst orðaforðinn áfram kóðaður, sama hversu „djúpt“ er á hann, eða öllu
heldur: Því lengra sem kafað er niður í andleg sálardjúp einstaklingsins,
þeim mun færri og flokkanlegri verða táknin: Hvað gæti verið kerfís-
bundnara en túlkun á Rorschach-prófum? Fjölbreytileiki túlkunar getur
þannig ekki ógnað „tungu“ myndarinnar ef við göngum út frá því að
þessi tunga sé samsett úr einstaklingsmálum, orðaforða eða undir-kóð-
um: Merkingarkerfin gagntaka myndina, eins og þegar maðurinn tjáir sig
úr djúpi sjálfs síns á ólíkum tungumálum. Tunga myndarinnar, er ekki
aðeins summa segða sem sendar eru (til dæmis þegar hún sameinar tákn
eða myndar málboð), hún er einnig summa allra móttekinna segða:14
Tungan verður að ná „því óvænta“ í merkingunni.
Annað vandamál sem tengist rannsóknum á merkingaraukanum, felst
í því að ekkert eitt hliðstætt tungumál finnst sem svarar til sérstöðu tákn-
miðanna - hvað köllum við táknmið merkingaraukans? Við höfum tekið
þá áhættu að nefna eitt þeirra með hugtakinu „ítalskið“ en önnur er ekki
hægt að tákna nema með orðum úr daglegu máli (matarundirbúningur.;
kyn-alífsmynd, allsnægtir): Um leið og rannsóknin er ekki lengur sérhæfð
tekur meta-máhð við. Hér erum við í vandræðum vegna þess að tákn-
miðin hafa sérstaka merkingarfræðilega eiginleika; eins og semið í merk-
ingaraukanum, nær hugtakið allsnægtin ekki nákvæmlega yfir „allsnægt-
ina“, í skilningi merkingarkjarnans; táknmynd merkingaraukans (hér
gnægð og samþjöppun varanna) er eins og summa allra mögulegra alls-
nægta, eða öllu heldur hreinasta hugmyndin um allsnægtir. Merkingar-
kjarni orðsins skírskotar aldrei til eðlis, vegna þess að hann er alltaf grip-
inn í tilviljanakenndu tali, í samfelldri setningu (sem viðkemur
orðræðunni), og vísar til praktískra áhrifsgilda tungumálsins. Semið alls-
nægtir er hins vegar tært hugtak, kippt úr setningunni, tekið úr öllu sam-
hengi og svarar til nokkurs konar leikræns ástands merkingarinnar, eða
öllu heldur (þar sem um er að ræða tákn án setningar) til sýnilegs skiln-
13 Sjá. Eléments de sémiologie, bls. 96.
14 Frá sjónarhomi Saussure, telst talið fyrst og fremst til málboðanna sem send eru og
sótt em í tunguna (og mynda hana um leið). Núna er nauðsynlegt að víkka hug-
myndina um tunguna, sérstaklega út frá merkingarfræðilegu sjónarmiði: Tungan er
alger, óhlutbundin heildarsumma allra sendra og móttekinna skilaboða.
IÓI