Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 164
ROLAND BARTHES
ings. Til þess að túlka merkingaraukandi semin þörfnumst við sérstaks
meta-máls og við höfum leyft okkur að nota „ítalskið“. Það eru þannig
orðaleppar sem best geta gert grein fyrir táknmiðum merkingaraukans
vegna þess að viðskeytið -tas (indóevrópska, *-ta) er notað til að mynda
abstrakt nafnorð af lýsingarorði: „Italskið“ er ekki Italía, heldur samand-
reginn kjarni alls þess sem gæti verið ítalskt, allt frá spagettí til málverka.
Með því að samþykkja að myndun nafnorða, fyrir sem merkingaraukans,
sé reglufest - af smekkleysi ef þörf krefnr - auðveldum \dð greiningu á
formi þeirra.15 Þessi sevi raðast augljóslega saman í hugrenningatengsl, í
staðvensl, jaínvel í andstæður, eftir ákveðnum leiðum eða, eins og A.J.
Greimas orðar það, eftir ákveðnum semískum ási.16 Italskið tilheyrir
ákveðnum þjóðernisási: við hlið „fransksins“, „þýsksins“ eða „spænsk-
sins“. Endursköpun þessara ása - sem á endanum geta verið í andstöðu
hvor við annan - er vitaskuld ekki möguleg nema fram hafi farið um-
fangsmikil skráning á forða merkingaraukakerfanna: Ekki aðeins merk-
ingaraukakerfis myndarinnar, heldur einnig þeirra kerfa sem hafa aðra
framsetningu, vegna þess að ef merkingaraukinn hefur eiginlegar tákn-
myndir sem ráðast af þeirri framsemingu sem notuð er (mynd, tal, hlut-
ir, hegðun), eru öll táknmiðin sameiginleg: Þetta eru sömu táknmið og
við sjáum í dagblöðum og tímaritum, í myndmáli eða látbragði leikarans
(sem er ástæðan fyrir því að táknfræðin er ekki hugsanleg nema í nokk-
urs konar heildarskipulagi, ef þannig má að orði komast). Þessi sameig-
inlegi vettvangur merkingaraukandi táknmiða, er hugmyndafræðin, sem
hlýtur að vera einstök fyrir tiltekið samfélag og sögu, sama hvaða merk-
ingaraukandi táknmynda samfélagið grípur til.
Almennri hugmyndafræði samsvara í rauninni merkingaraukandi
táknmyndir sem ráðast af því hvaða framsetning er valin. Við skulum
kalla þessar táknmyndir merkingaraukendur og samsafh merkingarauk-
enda köllum við retórík. Retóríkin birtist þannig eins og táknmyndar-
ásjóna hugmyndafræðinnar. Retórík er óhjákvæmilega mjög breytileg
eftir ffamsetningunni (hljóði, mynd, látbragði, o.s.frv.), en ekki nauðsyn-
lega eftir forminu; jafnvel gæti verið að til sé eitt retórískt/o?7«, sameig-
inlegt draumum, bókmenntum og myndum, svo að dæmi séu tekin. Ret-
15 Form í nákvæmum skilningi Hjelmslev (sjá Éléments de sémiologie, bls. 105) sem
hagnýt skipan táknmiða sín á milli.
16 A. J. Greimas, Cours de sémantique, 1964, afritað af L’École Normale Supérieure de
Saint-Cloud.
162