Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 170
WJ.T. MITCHELL
þau til að skýra grunngerð mynda. Líkindi er allt of lauslátt samband milli
tveggja hluta til að geta komið að gagni við að skilgreina táknkerfi.
Afstaða Mitchells til hugmynda Goodmans er tvíbent. Annars vegar hrífst
hann af því hvernig Goodman hefur tekist að hrista af sér rótgróinn hugsunar-
hátt um tákn og lýsa mismuninum milli óh'kra táknkerfa á alveg nýjan hátt.
Mitchell viðurkennir að í þessu sé fólgin ákveðin frelsun. Aftur á móti getur
Mitchell ekki sætt sig við að Goodman setur kenningar sínar fram algjörlega án
samhengis við söguna, gerir enga tilratm til að andmæla fyrirrennurum eða
skýra kenningar sínar með tilvísun í sögulega þróun.1 Það sem fer mest í taug-
arnar á Mitchell er hvernig Goodman, í anda rökgreiningarheimspekmnar, set-
ur heimspeki sína fram í anda vísindalegs hlutleysis. Mitchell gemr ekki látið
óátalið hvernig hinn sjálfumglaði raunhyggjumaður stúkar af allt gildismat, sið-
ferði og pólitfk, og lætur sem það breyti engu fyrir útkomuna. Þar af leiðandi er
Mitchell smeykm um að þótt kenningar Goodmans geti bjargað okkur ffá hug-
myndaffæði táknffæðinga þá kostar sú ffelsun að vera hneppt í ánauð annarrar
hugmyndaffæði. Niðurstaða Mitchells er óviss: við erum laus úr álögum tákn-
ffæðinnar, þökk sé Goodman, en mörgum spurningum er enn ósvarað.
GunnarJ. Amason
í nútímaumræðu um tengslin milli texta og mynda hefur tilhneigingin
verið sú að smætta viðfangsefnið niður í málfræði. I stað hefðbundins
greinarmunar sem felst í hugtökum eins og rúm og tími, náttúra og hefð-
ir, hafa kenningasmiðir á vorum dögum greint á milli mismunandi teg-
unda táknvirkni og boðskiptakerfa. Við tölum nú um mismun mynda og
texta með hjálp hugtaka eins og hliðrænn og stafrænn, íkomskur og sym-
bólískur, liðskiptur og tvíliðskiptur.2 Þessi hugtök sem fengin eru úr
fræðigreinum eins og kerfisgreiningu, táknfræðum og málvísindum,
virðast bjóða upp á nýjan og vísindalegri skilning á mörkunum milli mál-
aralistar og skáldskapar. Þau vekja von um strangari skilgreiningu á þess-
um mismun og - sérstaklega í verkum formgerðarsinna - von um kerfis-
bundna aðferð til að bera saman þessar listgreinar. I hinu hefðbundna
1 Þessi afstaða Mitchells kemur skýrt ffam í greinum sem hann skrifar síðar, í maíhefti
hstatímaritsins Artfomm árið 1999, í tilefni af andláti Goodmans, og í grein í bók-
inni Picture Theoiy (1994), „Realism, Irrealism and Ideology: After Nelson Good-
man“.
2 Sjá Anthony Wilden í System and Stnicture (London: Tavistock, 1972), einkum 7.
kafla um „Arialog an(J Digital Communication“ þar sem er að finna yfirgripsmikla
úttekt á þessum táknfræðilegu andstæðum.
i68