Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 172
WJ.T. MITCHELL
vera í slagtogi við nýkantistana Cassirer og Langer. Af ölluin nútíma
táknfræðingum eru það þeir sem hafa haldið sig næst hugmyndum hug-
hyggju eða eðlishyggjunnar um samband ólíkra tákngerða. Þannig
ákvarðar Langer t.d. málaralistinni og tónlistinni eðli í samræmi við hin-
ar kantísku fyrirframgefnu víddir tíma og rúms:
Sérhver hinna stóru listgreina hefur sinn meginsvip sem er
grundvallarþáttur í öllum verkum þeirrar listtegundar. Þessi
fullyrðing hefur tvennt í för með sér fyrir það sem við erum að
fjalla um: þetta þýðir að sá greinarmunur sem venjulega er
gerður á milli stóru listgreinanna - munurinn á milli málara-
listar og tónlistar, eða skáldskapar og tónlistar, eða skúlptúrs og
dans - er ekki röng, tilbúin skipting, til komin vegna dálætis
nútímans á því að hólfa allt mður, heldur er hann byggður á
mikilvægum reynslustaðreyndum; í öðru lagi þýðir þetta að
engin blendingsverk sem tilheyra jafht einni grein sem annarri,
geta verið til.4
Það sem helst gæti stungið í augu erki-vildarhyggjusinna eins og
Goodmans í þessum kafla, er semingin þar sem „tilbúin skipting“ milli
listgreina er lögð að jöfhu við „ranga“ skiptingu, og þannig gefið í skyn
að viðtekinn greinarmunur, mannasetning, sé sjálfkrafa rangur, vegna
þess að hann er tilbúinn. Andstæðan sem gefin er í skyn milli þessara
„röngu, tilbúnu skiptinga“ og „eðlislægra“ þátta sem byggðir eru á „mik-
ilvægum reynslustaðreyndum“ hringir varúðarbjöllum í huga vildar-
hyggjumannsins; hún ætti einnig að hringja varúðarbjöllum hjá hverjum
þeim sem er í nöp við villandi vísbendingar í röksemdafærslum og senda
þá í leit að gagnrökum á móti þessum „reynslustaðreyndum" sem leiða
okkur að skylduboði Langers: „engin blendingsverk geta verið til“. Emp-
írísk athugun á verkum sem reyna að bræða saman orðtákn og myndtákn
(myndskreyttar bækur, frásagnarmálverk, kvikmyndir og leikrit), leiða
okkur ekki sjálfkrafa að þeirri niðurstöðu að slík blendingsverk geti ekki
verið til. Jafhvel rök Langers sjálfs um „eðlislægan“ mun á milli list-
greina, fýrir utan það sem reynslustaðreyndir segja okkur, leiða ekki að
slíkri niðurstöðu. Það væri alveg eins hægt að segja að slíkur mismunur
„Deceptive Analogies: Specious and Real Relationships Among the Arts,“ í Vroblems
ofArt (New York: Scribner’s, 1957), bls. 81-82.
170