Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 173
MYNDIR OGMAL
sé nauðsynlegt skilyrði fyrir blendingsverk. „Blöndun“ ólíkra forma til að
búa til nýjar, samsettar heildir, er merkingarlaus nema fyrir séu viðtekn-
ar hugmyndir um mismun, tilbúinn eða náttúrlegan, sem þarf að yfir-
stíga. Alræmd yfirlýsing Langers um að það séu „engin hammgjusöm
hjónabönd í listinni - aðeins vellukkuð nauðgun“ (86) sýnir fullkomlega
hvemig hún tengir ofbeldi og yfirgang við samspil hstmiðla og gefur í
skym (á nokkuð myndrænan hátt) að hugmyndalegur grunnur þess hggi í
kynj ahugtökum.
Meðan það er auðskihð af hverju Goodman - eða næstum hver sem er
- myndi vilja spoma gegn þeirri blætisdýrkun á listmiðlum sem nýkant-
ismi Langers hefur í för með sér, þá er ekki eins augljóst á hvaða grund-
velli hann gæti véfengt táknfræðingana. Viðrnið táknfræðinnar hafa allt-
af verið málvísindin, fræðasvið sem gæti virst klæðskerasaumað fyrir
vildarhyggjumann sem einnig aðhylhst nafnhyggju. Sjálfur titillinn á
meginverki Goodmans um táknkenningu, Languages of Art, gefur til
kynna að tungumáhð sé líkanið af öllum þeim táknkerfum, þar með tafið
myndrænum, sem listin samanstendur af. Roland Barthes heldur því
fram að þama hggi einmitt kraftur táknfræðinnar sem fræðigreinar:
Þótt í táknfræðinni sé upphaflega fengist við ómálvísindaleg
efni, þá þarf hún fyrr eða síðar að hitta tungumáhð (í venjuleg-
um skilningi) fyrir, ekki aðeins sem líkan heldur sem hluta
heildar, millihð eða táknmið... það verður æ erfiðara að sjá fyr-
ir sér kerfi mynda og hluta þar sem táknmiðin geta verið til
óháð tungumálinu: það að skilja hvað efni táknar er óhjá-
kvæmilega að grípa til sértekningar tungumálsins; sú merking
er ekki til sem ekki er táknuð, og heimur táknmiðanna er eng-
inn annar en heimur tungumálsins.5
Það færi auðvitað um marga táknfræðinga gagnvart málvísindalegri
drottnunarstefiiu af þessu tagi.6 Þeir myndu vilja streitast á móti þeirri
fullyrðingu Barthes að „málvísindin [væru] ekki hluti af hinum almennu
táknvísindum, ekld einu sinni forgangshluti, heldur [væri] táknfræðin
5 Elements of Semiology, þýð. Annette Lavers og Colin Smith (1968; endurpr., New
York: Hill and Wang, 1977), bls. 10-11.
6 Til dæmis segir Umberto Eco að „á sjöunda áratugnum haíi hættulegur málhverfur
dogmatismi ráðið ríkjum í táknfræðinni, þar sem sæmdarheitið „tungumál" var ífá-
tekið fynr þau kerfi sem stjómuðust af tvfliðskiptingu“ (A Theory of Semiotics
[Bloomington: Indiana University Press, 1976], bls. 228).