Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 174
WJ.T. MTTCHELL
hluti af málvísindunum,“7 og veldu þess í stað nálgun þar sem sérkenni
annarra tákngerða eru viðurkennd. Það vill svo til að sú tákngerð sem
hefur reynst hvað erfiðast að fella inn í táknfræðina, hefur verið íkonið,
hin hefðbundna andstæða við orðtáknið.8 Hugmjnd táknífæðinnar um
eðh íkonsins er memaðarfidlri en svo að einungis sé sett fram skilgrein-
ing á ímyndum eða myndum. Ikonið, eins og C.S. Peirce skilgreinir það,
er hvert það tákn sem „getur staðið fyrir viðfang sitt, aðallega vegna lík-
inda sinna við það“,9 en sú sldlgreining þenur sig }fir allt ffá skýringar-
teikningum til korta, stærðfræðijafiia og myndhvarfa. Að mati Peirce er
heimi táknanna að fullu lýst með þrenningunni íkon, tákn og merki -
þ.e.a.s. tákn vegna líkinda eða samsvörunar, tákn bundin af venju (orð og
önnur tilviljunarkennd tákn), og tákn vegna „orsakatengingar“ - eða „til-
vistarlegrar“ tengingar (merki sem rekur slóðina að tilefiii sínu; fingur
sem bendir).
Ein ástæðan fyrir því hversu erfitt hefur verið að skilgreina íkonið í
táknffæðinni er að líkindi eru svo vítt samband að það má fella næstum
hvað sem er inn í það. Allt í heiminum er líkt einhverju öðru að einhverju
leyti, ef við leitum nógu lengi. En það sem skiptir meira máli er, eins og
Nelson Goodman sýnir, að líkindi eru hvorki nauðsynlegt eða nægjan-
legt skilyrði fyrir táknlæga framsetningu, hvort sem hún er myndræn, ík-
ónísk eða af einhverju öðru tagi:
HQutur Kkist sjálfum sér í hæsta máta en táknar sjaldnast sjálf-
an sig; líkindi, ólíkt táknlægri ffamsetningu, vísa á sjálf sig. Og
ennfremur eru lílundi, ólíkt táknun, virk í báðar áttir: B er jafh
líkt A og A er líkt B, en á meðan málverk getur táknað hertog-
ann af Wellington þá táknar hertoginn ekki málverkið. Þar að
auki er það svo í mörgum tilfellum að hvorugur tveggja nauða-
líkra hluta táknar hinn: engin af biffeiðunum sem koma af færi-
bandinu er eftirmynd allra hinna; og maður táknar yfirleitt
ekki neinn annan mann, ekki einu sirmi tvíbuxabróður sinn.
1 Elements of Semiology, bls. 11.
8 Jonathan Culler vísar íkoninu á bug því það sé „fremur viðfangsefni heimspeldlegr-
ar kenningar um framsetningu heldur en táknfræði sem byggir á mált'ísindalegum
grunni“ (Structuralist Poetics Pthaca, N.Y.: Cornell University Press, 1975], bls. 17).
9 „The Icon, Index, and Syrnbol," í Collected Papers, 8. bindi., ritstj. Charles Harts-
home og Paul Weiss (Cambridge: Hamard University Press, 1931-58), bls. 2.276,
2:157.
172