Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 176
WJ.T. MITCHELL
sú tegund af andstæðum sem hefur í gegnum tíðina mótað mismuninn á
milli texta og ímynda. „Venja stjórnar að hluta til“ sumum íkonum „en
þau eru á sama tíma undirbyggð“. Orðið „undirbyggð“ í þessu samhengi
hefur sömu stöðu og orð eins og „náttúra“ höfðu í hefðbundnum tun-
íjöllunum tun mismun texta og ímynda. „Undirbyggð“ tákn hafa nátt-
úruleg, nauðsynleg tengsl við það sem þau tákna; „óundirbyggð“ tákn
eru tilviljunarkennd og venjubtmdin. A svipaðan hátt eru ummæli Ecos
um að íkon virðist stundum „tengjast fremur grundvallargangverki
skynjunarinnar en skýrum menningarlegum venjum“, táknfræðileg út-
gáfa á þeirri hugmynd að (sumar) ímyndir séu „náttúrleg tákn,“ og jafn-
gildir hugtakamótsögn í kerfi sem byggir á þeirri hugmynd um að tákn-
ið eigi rætur í tungumálinu.
Mig grunar að það hefði mátt sjá fyrir vangetu táknfræðinnar til að
setja fram heildstæða lýsingu á myndmáli og tengslum þess við aðrar
tákngerðir, ef sú tilhneiging í táknfræðunum til að koma þessum hefð-
bundna greinarmun aftur á kreik með nýjum hugtökum, hefði verið við-
urkennd fyrr. Við hefðum til dæmis getað tekið eftir því að íkon, tákn og
merki Peirces eru mjög lík þremur lögmálum Humes um vensl hug-
mynda - að þær líkist, liggi saman eða séu tengdar orsakatengslum (lík-
indi, samfella, orsök og afleiðing):
Eg hygg að fáir efist um að hugmyndir tengist saman á þessa
þrjá vegu. Mynd leiðir huga vorn náttúrulega að fyrirmynd-
inni. Sé ein vistarvera í húsi nefnd þá vakna náttúrulega um-
ræður eða spurningar um aðrar vistarverur sama húss. Og ef
vér hugsum um áverka þá komumst vér tæpast hjá því að leiða
hugann að þeim sársauka sem honum fylgir.11
11 An Enquiry Concerning Understanding, 3. kafli. [Hér er vitnað í þýðingu Ada Harð-
arsonar, Rannsókn á skilningsgáfunni, 3. kafli. Hið íslenska bókmenntafélag 1988].
Veiki hlekkurinn í þessum samanburði er á milli „hliðskipunar“ eða samfellu og orð-
táknsins. Það er gagnlegt að líta ekld aðeins á samfellu út írá rými að hætti Humes
heldur sem hvers kyns venjubundnar og algengar samtengingar hluta eða tákna í
rúmi eða tíma. „Venja“ [e. conve?ition\, í þeim skilningi að „kalla saman" [e. conven-
ing\ eða færa hiuti saman í venslaðar formgerðir, er í grundvallaratriðum samfellandi
athöfn sem getur falið í sér líkingu (vensluð orð eða heiti færð saman með nafiiskipt-
um), getur verið táknfræðileg (setningarfræðileg eða merkingarfræðileg tenging
tákna í boðskiptum), eða félagsleg (mannleg vensl færð saman). Það má nefna hér
að Hume lítur á allar „reglur um vensl“ sem „náttúrulegar“ mamiinum (þ.e. sem
„annað eðli“) og velur ekki líkindi úr sem einustu náttúrulegu venslin.
U4