Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 177
MYNDER OGMAL
í kerfi Peirces era líkindi, samfella og orsakatengsl ekki lengur gangverk
hugans heldur merkingargerðir. Svipaða ummyndun má sjá hjá Roman
Jakobson þegar hann segir að heimur myndmálsins skiptist milli mynd-
hvarfa, sem byggist á hkmdtun, og nafnskiptum, sem byggist á samfellu.
Fullyrðing Jakobsons um að andstæðuna á milh þessara stílbragða megi
skýra með því að bera saman mismunandi afbrigði málstols gerir teng-
inguna á milli málvísindalegra og sálfræðilegra lýsinga mjög afdráttar-
lausa.12
Ekkert væri rangt við svona endurskýringu ef hún væri ekki auglýst
eins og ný vísindi sem frelsuðu okkur frá frumspekinni. Umbreyting
venslalögmála Humes í tákngerðir eða hætti bkingamáls er mjög áhuga-
verð. Meðal annars auðveldar hún okkur að sjá að gangverk skynjunar-
innar, sem á að vera svo „milliliðalaust“ samkvæmt raunhyggjuhefðinni,
er í raun gegnsýrt af hugmyndum um óbeina, táknlæga miðlun. Mest slá-
andi dæmið um þess háttar miðlun er, eins og við höfum séð, hugmynd-
in um hugræna og skynræna ímynd („hugmyndir“ og ,,skynreyndir“),
sem virðist annars vegar tryggja raunsarman aðgang að heiminum, á hinn
bóginn halda honum í óendanlegri og óafturkallanlegri fjarlægð í gegn-
um kerfi miðlunartákna. Þetta tvöfalda samband má skýrast sjá í tilraun-
um táknfræðinga til að lýsa „ljósmyndatákninu“.
Umfjöllun Peirces gaf þeim táknfræðingum sem á efdr komu fordæmi
með því að skilgreina ljósmyndir sem samsetningu íkónískra tákna og
merkjatákna:
Ljósmyndir, einkum skyndiljósmyndir, segja okkur mjög margt
vegna þess að við vitum að þær era í ákveðnum skilningi ná-
kvæmlega eins og þeir hlutir sem þær sýna. En þessi líkindi
koma til vegna þess að ljósmyndirnar vora framleiddar undir
kringumstæðum þar sem þær vora efnislega þvingaðar til að
samsvara náttúrunni hð fýrir lið. Frá þessu sjónarmiði séð til-
heyra þær því öðrum flokki tákna, tákna sem tengjast á efhis-
legan hátt.13
12 „Two Aspects of Language and Two Types of Aphasic Dismrbances," í Roman Jak-
obson og Morris Halle, Fundamentals of Language (The Hague: Mouton, 1956),
55-82. - Þessi grein er til í íslenskri þýðingu Kristínar Birgisdótmr og Nönnu
Bjamadóttur, „Tvær hhðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti“. Spor í bók-
?nenntafrœði 20. aldar, Bókmeimtaffæðistofnun HI, 1991. Þýð.
13 Collected Papers, bls. 2.281, 2:159.
U5