Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 178
WJ.T. MITCHELL
Ljósmyndin heíur sömu stöðu í heimi efnislegra tákna og „hughrif4 hafa
í heimi hugartákn eða „hugmyndir“ í empírískri þekkingarfræði. Og
sama dulúð sjálfvnrkni og náttúrulegrar nauðsynjar sveimar í kringmn
þessi skyldu fyrirbæri. Hugmyndin hefur wöfalt samband við hlutinn
sem hún táknar. Hún er tákn vegna líkindanna, mynd sem skynreynslan
málar á hugann, hún er einnig tákn vegna orsakatengsla, afleiðing af
þeim hlut sem festi hana á hugann.
Þessi tvöföldu náttúrulegu tákn, íkonísk tákn og merkjatákn, eru þvd
grunnurinn að öllum frekari skilningi og umræðu. Þau eru meðal annars
merkmgarmið orða og ólíkt ímyndinni sem verður til í huganum eða út
ífá hugmyndinni/hughrifum, þá eru þau tákn (eins og Locke orðar það)
„ekki vegna nokkurra náttúrulegra tengsla ... heldur með sjálfboðinm
þvingun, þar sem eitthvert orð fær á úlviljunarkenndan hátt auðkenni
einhverjar hugmyndar“.14 Hugmyndir eru aftur á móti innprentaðar á
náttúrulegan hátt með reynslu og íhugun: þær eru náttúruleg tákn sem
(ef allt gengur upp) standa á bak við tilviljunarkennd tákn nmgumálsins.
Samband orða og hugmynda, orðræðu og hugsunar, veltur á náHæmlega
því sama og tengir táltnið við merkjaíkonið í táknffæðinni, tilviljunar-
kenndan lykil við „náttúrulegan“ lykil.15 Það er því ekki að undra að Rol-
and Barthes leiðist til að segja eftirfarandi um ljósmyndir:
sökum algerlega hliðstæðra eiginleika sinna virðist ljósmyndin
(í sinni bókstaflegu mynd) hreinlega mynda boð án kóða. Hér
verður formgerðargreining myndarinnar engu að síður að vera
nákvæmari, vegna þess að af öllum myndum, er það aðeins ljós-
myndin sem býr yfir þeim krafti sem nauðsynlegur er til þess
að geta komið upplýsingum (bókstaflegum) til skila án þess að
móta þær með ósamfelldum táknum og umbreytingarreglum.
Þess vegna er nauðsynlegt að stilla ljósmyndinni, þ.e. kóðalaus-
um boðum, upp á móti teikningunni sem flytur kóðuð boð,
jafnvel þegar hún hnitast um merkingarkjarna.16
Ef litið er á þennan kafla sem athugasemd um ljósmyndir í mannffæði-
legu samhengi, ummæli um sérstaka menningarlega stöðu sem ákveðimi
14 An Essay Concerning Human Understanding, bk. III, kafli 2,1.
15 Sjá Bernard Rollin, Natural and Conventional Meaning, (The Hague: Mouton, 1976),
um sögu þessa greinarmunar, einkum eins og hann verkar á milli tákna og merkja.
Rollin heldur því fram að greinarmunurinn snúist um „uppruna," ekki tegund (95).
16 „Retórík myndarinnar" í þessu hefri, bls. 157-158.
176