Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 179
MYNDIR OG MÁL
flokkur mynda hefur, þá virðist Barthes hitta hér naglann á höíuðið.
Ljósmyndin, eins og hugmyndin sem getur hana af sér, myndin í hugan-
um, nýtur ákveðinnar dulúðar í menningu okkar sem má lýsa með orð-
um eins og „algerlega hliðstæðra“ og „boð án kóða“. Eins og Barthes
heldur fram þá virðist ljósmyndin fela í sér öðruvísi „siðfræði“ heldur en
þá sem tengd er við teikningar og málverk. En ef litið er á kaflann sem
afleiðslu af „almennum vísindum um tákn“, rannsókn sem ætlar sér að
hafiia frumspeki og „barnalegri raunhyggju“, þá eru víða skallar í um-
mælum Barthes. Hér er frumspeki og raunhyggju langt í ffá hafnað,
heldur eru grunnkategoríur þeirra eingöngu endurorðaðar með nýju
tungutaki táknfræðinnar.
Með því að segja að í táknfræðinni séu hefðbundnar skýringar á hug-
anum og fagurfræðilegum viðföngum „eingöngu endurorðaðar“ með
orðum sem að mestu eru ættuð úr kenningum um tungumálið, þá er ég
ekki að halda því fram að þessa endurorðun skorti kraft eða að hún sé
ekki áhugaverð. Þvert á móti verð ég sem vildarhyggju-/nafhhyggjusinni
að viðurkenna að kerfisbundin endurorðun á rannsóknarsviði felur í
raunirmi í sér mikilvægar breytingar á því sviði. Hugtakafærsla endur-
speglar mikilvægar breytingar á því hvernig menningin skilur sína eigin
táknffamleiðslu og stuðlar að breytingum á því hvemig þessi tákn em
framleidd og hvernig tekið er við þeim. Wendy Steiner bendir á þetta:
Táknfræði hefur gert hliðstæðuna málverk-bókmenntir að
áhugaverðu rannsóknarsviði á ný, vegna þess að jafnvel sá mis-
munur sem kemur í ljós er ólíkur þeim sem talinn var vera til
staðar áður. Við getum sagt að táknkenningin hafi breytt leik-
reglunum og gert leikinn á þann hátt áhugaverðan. Listamenn
á þessari öld hafa bmgðist við þessari hvatningu, og ffamleitt
ný fyrirbæri sem skoða má ffá þessu sjónarhorni. Konkret-
skáldin til dæmis vitna til ótrúlega fjölbreyttra táknffæðikenn-
inga og að minnsta kosti eitt þeirra, Max Bense, er sjálfur tákn-
ffæðingur sem yrkir konkretljóð, oft tdl að raungera þær
kenningar sem hann hefur áður lagt fram.17
Þegar táknffæðin er skilin á þennan hátt, sem einhvers konar módernísk
eða kúbísk mælskufræði, fýlking hugtaka sem nota má til að velta fyrir sér
notkun á táknum, þá vekur hún töluverðan áhuga. ,Mistökin“ felast hins
17 The Colors ofRbetoric (Chicago: University of Chicago Press, 1982), bls. 32.
177