Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 181
MYNDIR OG iYL4L
heimspeking sem reynir að spyma á móti endalausri tímgun sjálfstæðra
eininga en er þó jafnframt á þeirri skoðun að heimamir verði til með því
að þeir em nefndir. Þetta em ekki aðstæður sem beygja sig undir reglur,
með fruntalegu ákalli til „hlutlægni“ eða „hins raunveralega heims“ sem
eins konar gullfótar sem hægt er að nota sem viðmið gegn verðbólgu
táknanna.19 Né heldur er líklegt að við tökum aftur upp gullfót fagur-
fræðilegs ágætis, eða skírskotum til eilífra húmanískra gilda til að setja
fram viðmið sem gætu komið böndum á stjórnlausa þölgun tákna. Það
sem við þörfnumst er ströng og hörð afstæðishyggja sem lítur á tímgun
tákna, afbrigða og kerfa af tortryggni en viðurkennir þó að þetta er efn-
ið sem við verðum að vinna með.
Að mínu mati sér nafnhyggja Nelsons Goodman (eða vildarhyggja eða
afstæðishyggja eða ,,óraunsæi“) okkur fyrir þeim rakhníf Occams sem við
þörfnumst til að skera í gegnum frumskóg táknanna svo við getum séð
hvers konar flóm við erum að fást við. Eg mun halda mig að mestu við
táknkenningu Goodmans og einkum skýringu hans á mismun ímynda og
texta. Það sem ég hef áhuga á er ekki endilega úrlausn hans á þekkingar-
fræðilegu spumingunum sem tengjast kexmingunni um tákn, heldur
táknflokkunarfræði hans og hvemig flokkunarffæðin gefur kost á sögu-
legri rannsókn á samspih myndmáls og texta.
Goodman og málfrœði mismunarins
í fljótu bragði er auðvelt að gera þau mistök að líta á Nelson Goodman
sem táknfræðing. Hann hefur áhuga á sömu viðfangsefhum. Rannsókn
hans á „tungumálum Hstarinnar“ lætur ekki staðar munið við landamæri
fagurfræðinnar heldur skoðar hann einnig hluti eins og kort, skýringar-
myndir, líkön og mælitæki. Val hans á „tungumáh“ sem aðalhugtaki
bendir tfl að hann aðhyflist sams konar málvísindalega drottnunarstefhu
og táknfræðingamir. Nýlegt rit um verk Goodmans ber einmitt undirtit-
ilinn „Táknfræði frá sjónarhóli nafhhyggjunnar“.20 Ur ákveðinni fjar-
lægð sýnast afstæðishyggja og vildarhyggja Goodmans vera, eins og al-
19 Sjá Gerald Graff, Literatiire Against Itself (Chicago: University of Chicago Press,
1979), þar sem sjá má einmitt þess konar skírskotun.
20 Jens Ihwe, Eric Vos og Heleen Pot, „Worlds Made from Words: Semiotics fforn a
Nominahstic Point of View,“ (University of Amsterdam, Department of General
Literary Studies, 1982).
179