Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 184
WJ.T. MITCHELL
gerða og leiða okkur að „þeirri fullyrðingu að það sé enginn mruiur á
milli mynda og korta“, hvað þá milli mynda og texta.25
Sannleikurinn er hins vegar sá að þótt öfgakennd vildarhyggja
Goodmans virðist brjóta nokkrar hjartfólgnar kennisemingar almennrar
skynsemi, þá greiðir hún fyrir mun næmari og gleggri skilningi á teg-
undamun tákngerða heldur en frumspekileg flokkun nýkantistanna eða
táknfræðinganna. Það má saka Goodman um að gera þeirri „kúbísku
mælskulist“ sem fylgir táknfræðilegri afstæðishyggju of hátt undir höfði,
en það er ekki erfitt að sjá að á bak við þessa mælskulist, kemur hann í
rauninni fram með mjög strangan greinarmun milli fyrirbæra eins og
korta og teikninga, ímynda og texta. Olíkt þeim greinarmun sem
Gombrich og táknfræðingarnir leggja til, þá þarf sá greinarmunur ekki
að skírskota til „hluta af hefðinni“ sem þurfi að deila með hæfilegum
hluta af hinu náttúrulega. Að mati Goodmans á hefðin alla hluti í því fyr-
irtæki sem merkingin er. Einmitt af þeirri ástæðu er hægt að sjá það með
skýrum augum hvaða hefðir eru að verki í ólíkum táknformum eins og
raddskrám, handritum, textum, skýringarmyndum og ímyndum, og mis-
mun þeirra þarf ekki að flokka niður á milli hins gildishlaðna andstæðu-
pars, náttúru og hefðar, heldur má leiða hann út frá skoðun á þeim regl-
um sem stjórna raunverulegri notkun á táknformum.26
Það verður þó að viðurkenna að af öllum tegtmdamismun tákngerða
sem skilgreindur er í Languages ofArt, er það mismunurinn milli texta og
ímynda sem hvað helst er farið í krókaleiðir kringum. Goodman kemur
inn á það í lok fyrsta kafla að árás hans á „kópíu“ kenningar um táknlæg-
ar framsetningar hafi hugsanlega falið í sér villandi myndlíking'u:
Hvarvetna hef ég undirstrikað hliðstæðuna á milli myndlýsing-
ar og orðlýsingar því það þykir mér bæði til úrbóta og vera
upplýsandi ... Freistingin er sú að kalla kerfi myndlýsinga
tungumál; en hér kemst ég ekki lengra. Spurningin um hvað
25 „Image and Code: Scope and Limits of Conventionalism in Pictorial Represent-
ation,“ í ,Jmage and Code“, ritstj. Wendy Steiner (Ann Arbor: University of Michig-
an Studies in the Humanities, no. 2, 1981), bls. 14.
26 Skýrasta vísbendingin um andspyrnu Goodmans gagnvart ffeistingum táknfræði-
legrar tvenndarhyggju er ítarleg umfjöllun hans um nótnaritun í Languages ofArt. I
stað þess að miða allt út ffá mismuninum á milli mynda og texta, þá eru viðmiðun-
artákngerðir Goodmans ,jcore, sciipt and sketch“ eða raddskrá, handrit og skissa.
182