Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 185
MYNDIR OG MAL
aðgreinir táknlæg framsetningarkerfi firá kerfum tungumálsins
þarfnast ítarlegrar skoðunar. (LA, 41)
Það er ekki fyrr en í lokakafla Languages of Art, eftir að hafa fylgt þeirri
leið sem Goodman kallar „ólíklega“ og rætt um tjáningu og dæmi, upp-
runaleika og fölsun og kenningu um táknkerfisritun, að hann leggur fram
beint svar við spumingunni.
Kerfi sem ekki byggja á tungumáli eru frábrugðin því,
myndlýsing frábrugðin orðlýsingu, hið sýnilega ólíkt hinu orð-
aða, málverk ólíkt ljóðinu, fyrst og fremst vegna skorts á að-
greiningu í táknkerfinu - einmitt vegna þéttleika táknkerfisins
(og þarafleiðandi algerrar fjarveru þess sem er orðað). (LA,
226)
Fljótt á htið þá virðist sem Goodman sé einfaldlega að endurtaka þann
hefðbunda, ósanngjama samanburð þar sem hið myndræna verður eins
konar fátæk stjúpsystir tungumálsins. Orðalag eins og „skortur á að-
greiningu“ og „fjarvera þess sem er orðað“ minnir á þá kunnuglegu full-
yrðingu að mynd geti ekki verið staðhæfing né komið nákvæmum hug-
myndum til skila. En ef nánar er að gáð sést að Goodman notar jákvætt
hugtak yfir þennan „skort“ og „þarvem“ og það er „þéttleiki,“ sem er
andstæðuhugtak við „aðgreiningu“ í kenningu hans um táknkerfisritun.
Muninum á þéttleika og aðgreiningu er best lýst með dæmi Goodmans
sjálfs um andstæðuna á milli hitamæhs með kvarða og hitamælis án
kvarða. A kvörðuðum hitamæli er hægt að mæla nákvæmlega hver staða
kvikasilfursins er hverju sinni: annað hvort hefur kvikasilffið náð ákveðn-
um punkti á kvarðanum eða lesið er af kvarðanum næst hvaða punkti
kvikasilfrið er. Staða á milli tveggja punkta á kvarðanum telst ekki hafa
gildi í kerfinu; við námundum hana við næstu nákvæmu mælingu. A hita-
mæh sem ekki hefur kvarða er hins vegar ekki hægt að mæla nákvæmlega
sérstaka stöðu á neinum punkti: allt er afstætt og áætlað, hver punktur á
ókvörðuðum mæli (sem er eðlilega óendanlegur þöldi), telst hafa gildi í
kerfinu. Hver minnsti munur á stigi kvikasilfursins reiknast sem mis-
mvmandi vísbending um hitastigið en ekki er hægt að tengja þennan mis-
mun við einhverja ákveðna, nákvæma mælingu. Enginn möguleiki er á
endanlegri aðgreiningu eða „orðun“ á einstakri mælingu.
Hvemig er hægt að heimfæra þetta hversdagslega dæmi upp á mis-
183