Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 186
WJ.T. MITCHELL
muninn á milli ímjmda og texta? Það er einfaldlega þannig að mtmd er
yfirleitt „lesin“ á stdpaðan hátt og við lesum á ók\rarðaðan hitamæli. Hver
blettur, tilhliðrun, sveigja eða beygja á línu, hver breyting á áferð eða ht
er hlaðin möguleika á merkingu. Ef mynd er borin saman við ókvarðað-
an hitamæh eða línurit, þá mætti kalla hana „ofur-þétta“ eða það sem
Goodman kallar „mettað“ tákn, vegna þess að tekið er til hlutfallslega
fleiri þátta táknsins. Venjulega sjáum við enga sérstaka merkmgu í breidd
eða ht kvikasilfurssúlunnar en slík atriði myndu skipta máh í mettuðu
grafísku tákni. Myndin er setningarfbæðilega og merkingarlega þétt
vegna þess að engan punkt er hægt að einangra sem einstakt, auðkenn-
andi gildi (eins og staf í stafrófi), né er heldur hægt að tengja hann við
einstakt merkingarmið eða „fylgjanda“. Merldng hans er; fremur háð
sambandi hans við alla hina punktana í þéttu, samfelldu sviði. Það mætti
lesa ákveðinn blett sem ljósglampa á nefi Mónu Lísu, en sá blettur fær
merkingu sína í því sérstaka kerfi myndlegra sambanda sem hann tilheyr-
ir, ekki sem einstakt aðgreint gildi sem hægt væri að færa yfir á annað
léreft.
Aðgreint táknkerfi er á hinn bóginn ekki þétt og samfellt heldur geng-
ur út frá götum og rofum. Þekktasta dæmið um slíkt kerfi er stafrófið þar
sem gengið er út frá þeirri forsendu (að vísu á nokkuð ófullkominn hátt)
að hvem staf sé hægt að greina frá öllum öðrum stöfum (setningafræði-
leg aðgreining) og hver hefur fylgjanda sem er einstakur og réttur frtrir
þennan staf. Það er hægt að skrifa „a“ og „d“ þannig að varla sé hægt að
greina mtm á, en virkni kerfisins er háð möguleikanum á aðgreiningu
stafanna, burtséð frá duttlungum í skrift. Kerfið er líka háð þ\ri að hægt
sé að færa táknin til úr einu samhengi í annað, þannig að allar ritanir
stafsins „a“, burtséð frá því hvernig þær eru skrifaðar, teljist vera sami
stafur. Fjöldi gilda í kerfinu er líka endanlegur og bilin á milh þeirra em
auð; það em engir millistafir milli „a“ og „d“ sem hafa virkni í kerfinu,
en í þéttu kerfi er á hinn bóginn opnað fyrir óendanlegan fjölda af merk-
ingarbærum nýjum punktum í tákninu. Myndin er, með orðmn Good-
mans, setningar- og merkingarfræðilega „samfelld“ en í textanum em
notaðar „sundurgreindar“ táknaraðir, myndaðar af bilum sem em án
merkingar.
Goodman skýrir nánar greinarmuninn á milli þéttleika og aðgreining-
ar með nokkram viðbótarsundurgreiningum. Sú sem er ef til vill mikil-
vægust (og kannski villandi) er andstæðan á milli hliðrænna og stafrænna
184