Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 188
WJ.T. MITCHELL
legri skiptingu. Og notkunin mælir á svipaðan hátt fyrir um mismuninn
sem getur af sér merkingu innan táknkerfis. Þegar kemur að miðlinum
verðum við að spyrja hvernig hann virkar í ákveðnu samhengi, ekki
hvaða „boð“ hann sendir í krafti sinna eðlislægu eiginleika.
Kerfi Goodmans gerir okkur kleift að líta á mismun tákngerða án þess
að upphefja þær með hugtökum eins og „náttúra“ og „hefð“, hugtökum
sem óhjákvæmilega fylgir ósanngjarn hugmyndaffæðilegur samanburð-
ur, um leið og þau gefa sig út fyrir að vera ekki annað en hlutlaus lýsing.2
Mtmurinn á milli skjálftarits af jarðskjálfta og teikningar af Fuji-fjalli er
ekki sá að hið fyrra sé „venjubundnara“ en hið seinna, og ekki að hið
fyrra skírskoti til hreyfingar og hið seinna hafi sjónræna skírskotun.
Munurinn er á milli mismunandi venja, hann snýst um ólíka setningar-
fræðilega og merkingarfræðilega virkni. Skjálftaritið er þétt en að hluta
til hliðrænt, að hluta til stafrænt; myndin er þétt, mettað, hliðrænt tákn.
Hver munur á línubreidd, breytingu á lit eða áferð skiptir máli fyrir það
hvernig við lesum út úr myndinni. Enda þótt aðgreining stýri ekki alger-
lega skjálftaritinu, þá er það háð meiri takmörkunum og „bilum“ en
teikningin. Munur á liti bleksins, línuþykkt, skuggum eða áferð pappírs-
ins, telst ekki vera merkingarmunur. Aðeins staða hnitanna skiptir máli.
Með því að nota hugtök Goodmans getum við greint á milli tákngerða
af nákvæmni sem næst ekki með hinum andstæðum eðlishyggjmmar sem
byggjast á hinu ímyndaða „eðli“ ólíkra miðla. Hugtök hans gegna einnig
því hlutverki að gera orðaforðann sem notaður er um tákngerðir, hlut-
lausari, og eyða þannig þeim innbyggðu fulljn-ðingum um þekkingar-
fræðilega eða hugmyndafræðilega yfirburði sem koma svo oft fram þeg-
ar gerður er greinarmunur á milli táknkerfa. Það freistar okkar ekki að
koma fram með kenningu um skynjun út frá þekkingarfræðilegum áhrif-
um „þétts“ táknkerfis, sem er svo kunnugleg forsenda raunhyggjumanna
sem skírskota til „skynreynda“ og „hughrifa“. Við vitum raunar frá byrj-
un að slíkt kerfi hefur ákveðna kosti (óendanlega aðgreiningu og næmni)
og ákveðna galla (getur ekki gefið eitt, afmarkað svar), og við vitum enn
fremur að ólíklegt er að það sé til í einhvers konar hreinu ástandi. I orð-
um Goodmans er ekkert sem segir til um hvað listamenn geta eða geta
ekki gert. Blendingsverk eru ekki aðeins möguleg heldur er hægt lýsa
þeim einstaklega vel í kerfi hans. Texta, hvort sem um er að ræða „kon-
27 Sjá ítarlega umræðu um þetta atriði í kafla 3 hér á eftir, um notkun Gombrich á hug-
tökunum náttúra og hefð.