Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 193
MYNDIR OG MÁL
hætti grunn að þta að hægt sé að meta á nákvæmari hátt þær hugmynda-
fræðilegu skírskotanir sem byggðar eru inn í verk annarra fræðimanna í
táknfræðum. Nálgun Goodmans á tákngerðum, ósöguleg og miðuð við
notagildi, gefur rými fyrir mjög svo sögulegan skilning á táknum með því
að sýna á skýran hátt einmitt hvers konar venjur og val koma við sögu
þegar ákveðnar hefðir myndast. Hann gerir okkur tdl dæmis kleift að
spyrja nákvæmlega hvaða gildum og hagsmunum er þjónað með hefð-
bundnum skilgreiningum á mismun milli listgreina, einkum skáldskapar
og málarahstar. Þótt eflaust verði verk hans óhjákvæmilega leyst af hólmi
og hverfi inn í þá heimspekisögu sem hann afþakkar að velta fyrir sér, og
þótt þau sérstöku gildi og hagsmunir sem hann ber fyrir brjósti þyki ekki
eins knýjandi efdr því sem þau verða skýrari, þá gefur hann okkur í milli-
tíðinni upphafspunkt fyrir sögulega rannsókn á spurningunni um mis-
mun texta og myndar, rannsókn sem vekur upp allar þær spurningar um
mannlega vídd sem Goodman kýs að leggja til hliðar.
Það er ekki svo að Goodman takist fullkomlega að draga hulu yfir sín
eigin viðhorf til þeirra gilda sem tengjast afstöðu hans. I niðurlagsorðum
síntun um mismun texta og mynda, gefur hann í skyn að hlutleysi hans
sé ef til vill ekki svo hlutlaust þrátt fyrir allt:
Allt þetta jafngildir óduhnni villutrú. Greint er á milli lýsinga
og sýninga, ekki með því að lýsing sé tilviljunarkenndari held-
ur að hún tilheyri fremur orðuðu kerfi en þéttu; og ef orð eru
hefðbundnari en myndir þá er það einungis svo ef hefðin er
túlkuð út frá aðgreiningu en ekki að hún sé tilbúningur. Hér er
ekkert háð innri byggingu táknsins, því það sem lýsir í einu
kerfi, getur sýnt í öðru. Líkindi hverfa sem viðmiðun fyrir
framsetningu og formgerðarleg líkindi hverfa sem skilyrði fýr-
ir táknkerfismáli eða öðrum tungumálum. Greinarmunurinn
milh íkona og annarra tákna sem svo mikil áhersla er lögð á,
verður hverfulur og ómerkilegur. A þann hátt getur villutrú af
sér myndbrjóta. En svona róttæk siðbót var afar brýn. (LA,
230-31)
Við verðum að spyrja okkur sjálf hvað orð eins og „villutrú“, „mynd-
brjótur“ og „siðbót“ eru að gera í þessu samhengi. Kannski er hlutleysi
Goodmans ekki svo ólympískt efrir allt saman, kannski er hreinstefna
hans ekki svo hrein heldur hefur lausleg tengsl við þá hreinstefiiu sem