Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 213
LJÓÐLIST OG VÍDFEDMI MYNDHVARFA
nemendur hans gátu ekki óhikað borið kennsl á höfund texta sem hann
afhenti þeim.33 Jafirvel nútildags er ekki hægt að nota þær bókmennta-
kenningar sem eru við lýði til að bera kennsl á ljóðrænan stíl á fullnægj-
andi hátt, það sýndi sig þegar flestir bókmenntafræðingar gerðu sér ekki
grein fýrir því að ljóð sem var haldið fram að væri eftir Dickinson var í
raun fölsun.34 I þessum kafla fjalla ég um hvernig hægt er að nota hug-
ræna skáldskaparfiræði til að sýna fram á að Dickinson hefði ekki getað
ort ljóðið.
I hugrænum málvísindakenningum er því haldið ffam að hugsanir séu
líkamnaðar. \rið fellum með öðrum orðum hugmyndir okkar um heim-
inn og okkur sjálf í hugtök með líkamsreynslu okkar af heiminum og
okkur sjálfum. Skynjun líkama okkar í hinu þrívíða rými setur þeirri
reynslu hömlur, einnig gerð skynfæra okkar, með endurteknum rafboðum
á taugamótum í heilanum. Við skiljum óhlutstæð fýrirbæri svo sem
ástina, hfið og hamingjuleit með því að fella líkamlega reynslu okkar í
hugtök. Með öðrum orðum, við getum ekki hugsað óhlutstætt án þess að
hugsa samtímis í myndhverffngum. Samkvæmt hugrænum málvísinda-
kenningum snúast myndhvörf ekki bara um orð heldur ekki síður um
hugsanir.
Sem dæmi má nefna að reynsla okkar af tímanum hlýtur að vera
óbein. Hugur okkar varpar reynslunni sem við höfum af rými á tímann
þegar við tölum um hann. Því eru orðatiltækin sem við notum til að lýsa
tíma undantekningarlaust myndhverfð. Þannig segjum við að fortíðin sé
„að baki“ eða að hið ókomna sé „ffamundan“. Við skynjum tíma sem
afmarkað svæði eða rými og því tölum við t.d. um að við höfum komið
„í tíma“. Við skoðum ákveðna stund frá okkar eigin sjónarhorni eða
bendimiðju (e. deictic centre) og við getum fært þessa miðju til þegar við
sköpum hugarrými sem er ólfkt „raunverulega“ rýminu sem við erum í
hér og nú. I setningu eins og James ætlar að fara frá London til Rómar
33 Mér hefur ekki tekist að finna heimildir fyrir þessari sögu aðra en þá staðreynd að
hún var notuð til að skemmta og prófa okkur stúdentana við háskólann í Man-
chester. Vissulega er hún í anda nýrýni Richards. I. A. Richards, Principles ofLiterary
Criticism, New York: Harcourt, Brace and company, 1925 og Practical Criticism,
New York: Harcourt, Brace and Company, 1929.
34 Ljóðið var boðið upp hjá Sotheby’s í New York sumarið 1997 sem nýtt Dickinson
handrit sem Mark Hofmann, hinn svo kallaði „mormónafalsari“, hafði falsað en
hann afplánar nú lífstíðardóm fyrir morð.
211