Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 5
Saga og minni í stríði og friði
Það er alkunna að frásagnir af stríðum eru svið átaka; átaka um stað-
reyndir, ímyndir, heimildir, minni og sannleika. Fórnarlömb stríða kalla
á að minningu þeirra sé haldið á lofti, þjóðir reisa föllnum minnisvarða
og mýtur og sagnir um stríðshetjur og dáðir lita þjóðarímyndir. Saga og
minni eru hvorki einföld né sjálfsögð. Þemagreinar Ritsins fjalla að þessu
sinni um þennan vettvang, og höfundarnir velta m.a. fyrir sér arfleifð
stríða og merkingu þeirra á friðartímum.
Myndirnar í hefdnu eru eftir Christian Boltanski (f. 6. sept. 1944, dag-
inn sem bandamenn frelsuðu París) sem er franskur listamaður af blönd-
uðum bakgrunni eins og nafnið gefur til kynna, en faðir hans var gyð-
ingur sem tók kaþólska trú og móðir hans var kaþólsk. Boltanski hefur
mikið unnið með arfleifð seinni heimsstyrjaldarinnar í sínum verkum -
þó alltaf óbeint og eru verk hans því gjarna kennd við ,postmemory‘, en
það hugtak er einmitt nokkuð til umræðu í þessu hefd. Boltanski vinnur
töluvert með ljósmyndir í sínum verkum en hann er þó ekki ljósmyndari
í hefðbundnum skilningi þess orðs því hann vinnur með ,fundnar‘ ljós-
myndir, tekur myndir af þeim og býr til úr þeim margs konar innsetn-
ingar. Oftar en ekki má líta á verk hans sem hugleiðingu um heimilda-
gildi ljósmyndarinnar:
í minni fyrstu bók, Tont ce qui reste de mon enfance frá 1969, er
ljósmynd sem virðist sönnun þess að ég hafi farið í sumarfrí við
sjóinn með foreldrum mínum, en þetta er í raun mynd af barni
og hópi fullorðinna á ströndinni sem ekki er hægt að bera
kennsl á. [...]! flestum mínum ljósmyndaverkum, hef ég
1 Tilvitnun hjá Marjorie PerlofT, „What has occurred only once: Barthes’s Winter Gard-
en/Boltanski’s Archives of the Dead,“ Writing the lmage after Roland Barthes, ritstj. Jean-
Michel Rabaté, Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 1997, bls. 32-58, bls. 42.
3