Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 10
LIZ STANLEY
flóknari túlkunarlegri merkingn.
Hér verður stuðst við hvorn tveggja
skilning þessa hugtaks.
Mynd 1 er ljósmynd af sjálfstæð-
isleiðtoganum, sagnffæðingnum og
skjalaverðinum Jóni Sigurðssyni
og konu hans, Lrgibjörgu Einars-
dóttur. Uppstillingin er formleg, í
bakgrunni hangir tjald sem gefur
til kynna að myndin sé tekin á
ljósmyndastofu. A myndina hefur
svo verið skeytt umgjörð sem
minnir á anddyri eða súlnagöng.
Fatnaðurinn og carte de visite-
stíllinn benda til þess að hún sé
tekin seint á fimmta eða sjötta ára-
tug 19. aldar. Það er óvenjulegt á
þessum tíma að Jón og Ingibjörg
sitja hlið við hlið en algengara var
að karlmaðurinn sæti og konan
stæði skyldurækin að baki manns síns, eða þá að konan sæti og maðurinn
stæði með hönd sína á öxl hennar eins og hún væri eign hans. Þau sitja
líka í áþekkri stellingu, hann horfir til vinstri, hún til hægri, fætur og
hendur í svipaðri stöðu en mesti sjáanlegi munurinn er blúnduslör sem
hylur hár hennar.3 4
Hér læt ég staðar numið á túlkunarlegri leið minni því ég vil ekki
draga frekari ályktanir af þessum stutta lestri mínum á yfirborði ljós-
myndarinnar um hvert hafi verið eðli sambands þeirra Jóns og Ingi-
bjargar, þar með talið hvort þessi atriði á ljósmyndinni taki svip af eða
séu í mótsögn við samband þeirra eins og það var í raun og veru. Astæð-
an fyrir því að ég geng ekki lengra er önnur ljósmynd, tekin af G.W.
Wilson árið 1883, og hana má sjá í bók Rolands Barthes Camera Lucida.5
3 Ég vil þakka Erlu Huldu Halldórsdóttur við Háskóla Islands fyrir að benda mér á
þessa ljósmynd. Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands. Mms 4585.
4 Nánari umfjöllun hjá Erlu Huldu Halldórsdóttur, „Myndin af Ingibjörgu“, Spunavél
handa G.H. 1. fehrúar 2006, ritstjóri Ingibjörg Einarsdóttir, Reykjavík: Bókaútgáfan
EURÓ, 2006, bls. 39-46.
5 Roland Barthes, Camera Lucida, London: Flamingo, 1981, bls. 56.
Mynd 1: Jón Sigurðsson oglngibjörg
Einarsdóttir3
8