Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 22
LIZ STANLEY
Okkur fannst spítalinn vera hryllingsstaður, við óttuðumst hann
eins og dauðann, einkum bömin ,..24
„Það var á allra vitorði: á spítalanum deyja öll bömin
Skilaboðin hér em mjög eindregin; Búarnir dóu unnvörpum vegna
þess að eitrað var fyrir þeim og þeir sveltdr, og vegna annarra ódæða.
Fangabúðaspítalarnir vom aðeins yfirvarp fyrir morð af ásettu ráði á
þúsundum manna, einkum barna. Með fram þessari staðhæfingu má hins
vegar finna algjörlega gagnstæð sönnunargögn. Þau er að finna í opin-
bemm skýrslum sem skráðar hafa verið í höfnðstöðvum fangabúðanna
og af stjórnendum á hverjum stað. Þessi gögn vom skráð daglega, send
ffá fleiri en fimmtíu stöðum sem miklar fjarlægðir skildu að og hefði ekki
verið hægt að falsa án þess að til hefði komið stjórnskipulag sem hefði
verið stærra í sniðum en reyndin var, þegar htið er til þess að þessi skjöl
vom í milljónatali og skrifuð með þúsundum ólíkra rithanda.26
Tafla 2: Látnir og útskrifaðir, sjúkraskrár Merebank-spítala,
18. október-6. desember 190227
Aldur Útskrifaðir Látnir Alls
Undir 5 ára ............................... 43 17 60
5 ára að 12 ára .......................... 160 17 177
12 ára að 15 ára.......................... 106 11 117
15áraogeldri ............................. 359 45 404
Aldur ókunnur .............................. - 2 2
Alls...................................... 668 92 760
Gegn staðföstum og skýrum vitnisburðum Búakvennanna sýna vís-
bendingar úr hinum mikla fjölda sjúkraskýrslna ffá fangabúðaspítölun-
um, dánartilkynningar og skráningar látinna, þegar þær hafa verið settar
24 „Mrs. Viljoen", War Without Glamour, ritstj- Emily Hobhouse, Bloemfontein: Na-
sionale Pers Beperk, 1927, bls. 63.
25 „Mrs. Truter", Mag Ous Vergeet?, bls. 195; ég þakka Helen Dampier enska þýðingu.
26 Almennt séð er þetta til sem „sjónarhorn" opinberu stjómsýslunnar, þótt töluverðan
innbyrðis breytileika megi finna.
27 Merebank Hospital Register, DBC 131, Transvaal Archives Depot, Director of
Burgher Camps collection.
20