Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 26
LIZ STANLEY
er á. „Staðreyndimar“ eru á sinn hátt ljósar30 - margir dóu - en allt í
kringum þetta heíur verið túlkað út frá tveimur gjörólíkum sjónarmið-
um, þó svo að rannsakendum sem veita uppruna hinna óhku heimilda
eftirtekt og því hvemig þær eru byggðar upp gefist nokkurt haldreipi \dð
að meta þær og dæma.
Að flokka og búa til kynþátt
Afrískar þjóðir eru að mestu fjarri í vitnisburðum Búakvennanna, einnig
í skrifum þeirra um fangabúðimar. Skýrslur yfirvalda og þær þúsundir
ljósmynda teknar af einstaklingum og finna má í skjalasöfhum em hins
vegar til vitnis um það að miklu fleira fólk af afrískum uppruna var í búð-
unum heldur en fram kemur í vitmsburðunum.31 I hinum svokölluðu
hvítu eða „burgher“-fangabúðum var í raun og vem töluverður fjöldi
svartra, bæði fullorðinna og bama, sem bjó og starfaði þar. Til dæmis
sýnir manntalið frá Irene-fangabúðunum í ágúst 1901, sem sést á töflu 1,
að í þeim mánuði vora um 4.000 hvítir og næstum 800 svartir íbúar í
búðtmum.
I þessum hópi vom böm sem í sumum tilfellum unnu sem þjónustu-
fólk en í öðmm tilfellum bjuggu þar með foreldrum sínum, yfirleitt
mæðrum sínum. Hinn stóri hópur fullorðinna gegndi ýmsum störfum:
hull hluti þeirra var þjónustufólk á heimilum Búa en langflestir vora
ráðnir af Bretum til að gegna öllum þeim störfum sem nauðsynleg vom
til að reka hinar u.þ.b. 50 burgher-fangabúðir á skilvirkan hátt, og sjá um
og fæða þá 90-100.000 Búa sem í búðunum vom. Þeir gegndu meðal
annars störfum við löggæslu í fangabúðtmum, fluminga og þrif, vom
kokkar, sjúkraliðar, hjúkrunarkonur, hestasveinar, jámingamenn og sorp-
hirðumenn.
30 Það er Idns vegar kaldhæðnislegt í Ijósi minningarathafha sem ræddar eru hér á eftír,
að upplýsingamar sem Bretar söfnuðu sýna hærri dánartölur en útgáfa Búa sem
hefur verið „hvítþvegin“ eftír kynþáttum.
31 Sjá Stanley, Mouming Becomes... bls.172-218; Liz Stanley, „Black labour and the
concentration system of the South African War“, Joemaal vir Eietdse Geskiedenis/
Joumal of Contetnporaiy Histoiy, 2004, 28:2, bls. 190—213; og Liz Stanley og Sue
Wise, „Putting it into practice: using feminist fractured foundationalism in re-
searching children in the concentration camps of the South Affican War“, Socio-
logical Research Online, 2006 13: 2 http://www.socresonline. org.uk/11/1/ stanley.
html.
24