Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 35
„SVO SEM í SKUGGSJÁ, í ÓLJÓSRI MYND“
Lestur á fortíðinni og ritun sögunnar eru bæði jafnmikilvæg, hvort
t\reggja er nauðsynlegt, þau spegla hvort axurað og bæta hvort annað upp.
Bókasækni felur í sér að kanna hin hagnýtu mál sem liggja að baki „túlk-
unar á fortíðinni“, kastljósinu er beint að þeim þekkingarfræðilegu álita-
málum sem koma fram við þetta með því að leggja áherslu á vinnuferlið,
hina raunverulegu iðju, í sögurannsóknum. I umíjölluninni hér á undan
hafa verið skoðuð nokkur hagnýt dæmi um lestur á menjurn fortíðar-
innar og túlkun þeirra. Túlkunarvinnan sem fýlgir þessu er miðpunktur
rannsókna, frásagna og kenninga um fortíðina og gefur ríkulega mögu-
leika á því að kanna þær ögrandi spumingar sem allir fræðimeim á sviði
sögulegra rannsókna standa frammi fyrir að einu eða öðru leyti. Með
þessu vil ég segja að þótt ég hafi vakið máls á þeim hér með dæmum úr
stríðinu í Suður-Afríku hefði vel mátt nota önnur dæmi úr rannsóknum
á Skotlandi miðalda, Islandi á 18. öld, Grikklandi í seinni heimsstyrj-
öldinni o.s.frv.
Hið fyrsta af þeim tilteknu atriðum sem rædd voru í kringum lestur
sem túlkun var undir fyrirsögninni „hindranir sýnileikans“ og skoðað út
ffá dæminu um aftöku Gideons Scheepers. Meginhluti þess lífs sem lifað
var „þá”, á einhverjum tímapunkti í fortfðinni sem rannsakandinn hefur
áhuga á, var aldrei settur ffarn á endurheimtanlegu, skráðu formi. Margt
af því gerðist ekki munnlega heldur átti sér stað án orða eins og á til
dæmis við um mestalla félagslega hegðun á opinberum stöðum. Meiri-
hluta þessa Kfs var ekki minnst frá degi til dags enda hverfult og skamm-
vinnt. Auk þessa eru viðkomandi gögn og heimildir sem varðveist hafa
aðeins brot af því sem skráð var, því margt hefur týnst, tapast og gleymst.
Aðeins lítrill hluti gagnanna sem tengjast málinu er líklegur til að rata í
skjalasafh, jafhvel þótt átt sé við það brjálæðislega víðfeðma skjalasafn, í
skilningi Derridas, sem er í tísku nú um stundir, vegna þess hversdags-
lega, venjulega shts sem hendir sKka hluti, bæði í daglega Kfinu og því
opinbera.
Að riðurkenna það að margt í fortíðinni er einfaldlega aldrei hægt að
segja til um með rissu, annað hvort vegna þess að engin gögn hafa verið
til um það eða þau verið geymd á forgengilegu formi, undirstrikar nauð-
syn hógværðar í faglegri túlkun og ályktunum. Það er í sama anda að sú
iðja að túlka heimildimar sem varðveist hafa, ætti að vera eftir bókstafn-
um, þ.e. gerð á algerlega gegnsæjan hátt hvað varðar lestur og túlkun á
bæði einstökum skjalaheimildum sem og söfrmm þeirra. Þetta er grund-
33