Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 37
„SVO SEM í SKUGGSJÁ, í ÓLJÓSRI MYND“
þá og skilgreinir. Það er einnig kaldhæðnislegt að það er þetta sem gerir
kleift að gefa fortíðinni merkingu, þannig að jaínvel þótt það „að gefa
merkmgu“ sé staðfastlega hugsað gegn kanónunni, verður ekki hjá því
komist að vinna í skugga hennar; tdlvist hennar er nauðsynleg tdl þess að
hægt sé að vera „á móti“ henni.
Þriðja hliðin á lestri og túlkun var kynnt undir yfirskrifdnni „stað-
reyndir raktar“ og skoðuð í tengslum við það hvers vegna fólk dó í fanga-
búðunum í stríðinu í Suður-Afríku og hverra var minnst eða ekki
minnst. I grunninn snertdr þetta það sem de Certeau kallar „stað sög-
unnar“.39 Staðreyndimar eins og þær vora smíðaðar af fólki í fortíðinni
endurspegla einstök sjónarmið þeirra hópa og einstaklinga sem áttu hlut
að máli. SKkar fortáðarstaðreyndir geta falið í sér, og gera það einmitt
iðulega, flóknar eða mótsagnakenndar kröfur. En það er ekki til neitt
grundvallar „þetta er það“, enginn prófsteinn sem rannsakandinn getur
notað tdl að tryggja fullkominn og öruggan sannleika og heimfæra hann
upp á eina „hfið“ á þessum kröfum frekar en einhverja aðra. Rannsak-
endur fara í gegnum staðreyndir og andstæðar staðreyndir, lesa þær og
túlka og við þetta verða tdl yfir-staðreyndir - hugmyndir, hugtök, flokk-
anir - sem eru ekki í raun og veru tdl staðar í heimildunum en era af-
rakstur „staðs sögunnar “. Þetta nær yfir þær hugmyndir og hugtök sem
heyra til þeirrar faglegu umgjarðar sem sagnritunin fer fram í, rann-
sóknir og ritunarvenjur sem ríkjandi hömlur og forréttdndi heimila og þá
kanónísku þekkirigu sem þegar er tdl staðar. Þetta á allt þátt í að stýra
huganum og ýta undir kanónískt sjónarhom á hvemig „líta“ skal á for-
tíðina og hugsa um hana.
Fjórða hliðin á lestri og túlkun var skoðuð út frá skilningi á kynþátt-
um, þar sem notuð vora dæmi sem sýna hvernig tvíhyggjuskilningur á
kjmþáttum mótaðist í rás tímans, þar sem fyrir var etnískur margbreytd-
leiki og fjölbreytdleiki. Greiningaraðferðir rannsakenda þegar þeir tengja
einstök atriði við almenn mynstur eru hfiðstæðar þessu, að nota flokk-
unarkerfi tdl greiningar og skilnings með því að einfalda margföld flókin
atriði og blæbrigði af útgáfum. Túlkunarlegar athafnir í sögulegum rann-
sóknum fela í sér að flokkunarkerfi eru kölluð fram með lestri og álykt-
unum, þau eru ekki alltaf þegar „þar“ sem fyrirffam gefnir þættdr varð-
andi fiðna atburði, fólk og heimildir. Þess í stað, eins og Guðmundur
59 De Certeau, The Writing ofHistory, bls. 57.
35