Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 43
BLEKKING OG MINNI
lega ýmsum hópum þeirra sem
voru böm í útrýmingarbúðum,
kom fram á fjölmörgum sam-
komum sbkra hópa og grét með
þeim. A einum sbkum fondi
kom kona til hans sem sagðist
þekkja harm af munaðarleys-
ingjahælinu í Kraká og vora það
tilfirmingaþrungnir endurfund-
ir. Afið nánari athugun kom hins
vegar í ljós að þessi kona hafði
áður verið þekkt undir öðru
nafiti því hún hafði gefið út bók
þar sem hún lýsti því hvemig
hún hafði verið misnotuð af
djöfladýrkendum.4
Nú finnast ekki lengur merki
um Bruchstiicke á heimasíðu for-
lagsins, hvorki hins þýska né hins bandaríska. Eingöngu má finna brot úr
verkinu í bók Stefans Máchlers, sagnfræðingsins sem rannsakaði
höfundinn fýrir svissneskan umboðsmann Wilkomirskis.5 Það verk hefur
einnig verið þýtt á ensku svo það sést að áhuginn á ,endurminningum‘
Mfilkomirskis hefur síst dvínað eftir afhjúpunina.
Bruchstiicke er sérkennileg lesning. Hún er einstaklega áþreifanlegt
dæmi um mikilvægi forþekkingar og væntinga lesandans til textans. Hel-
fararbókmenntir eru ekki þægilegur lestur, en þegar við bætist vitneskjan
um að hér séu á ferðinni upplognar og jafhvel stolnar minningar - því í
einhverjum tilvikum hefur Wilkomirski/Dösseker tekið upp lýsingar á
atvikum úr öðrum heimildum - verða viðbrögðin vægast sagt blendin.6
4 Kona þessi kallaði sig Lauru Grabowski, en hafði gefið út bókina Satan’s Under-
ground (Eugene, Oregon: Harvest House Publishers, 1988) hjá kristilegu forlagi
undir nafninu Lauren Stratford. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Wil-
komirski/Dösseker sem gerð var af BBC árið 2000. Alter nefhir þetta einnig í
fjTmefndri grein.
Stefan Machler, Der Fall Wilkomirski, Zúrich og Múnchen: Pendo, 2000.
6 Þar má m.a. nefha atvik þegar Wilkomirski/Dösseker lýsir því að hermaður hafi tek-
ið hann og barið honum í vegg (bls. 79), en lýsingu á sams konar atviki má einnig sjá
í verki Arts Spiegelmans, Maus, sjá The Complete Matis, London: Penguin, bls. 110.
41