Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 47
BLEKKING OG MINNI
menntaverk byggjast einmitt á vitnisburði úr henni. í þriðja lagi er það
formið. Titillinn Brucbstiicke, eða Fragments eins og hún heitár í enskri
þýðingu, gefur einmitt til kynna að hér sé safhað saman brotum, ófull-
komnum minningum, flöktandi myndum sem einkennast af eyðum,
óöryggi, skorti - en þetta eru einmitt talin helstu einkenni hins trámat-
íska texta vitnisburðarins - tegund texta sem er í einhvers konar höfuð-
sætá við lok 20. aldar.
Vitnisburðurmn - eins og Shoshana Felman bendir á - hefur orðið
okkar helsta leið tál að nálgast seinni heimsstyrjöldina, helförina, kjam-
orkusprengjuna, Júgóslavíu, Rúanda. Samkvæmt Felman samanstendur
vitnisburðurinn ávallt af brotakenndum minningum því atburðimir em
utan við skilning og þekkingu. Vitnishurðrmnn býður því ekki upp á
heildarmynd, allsherjar frásögn af atburðunum.16 Allt þetta uppfylla „brot“
Wilkomirskis. Henri Raczymow lýsir þessu svo: „[...] alhr rithöfundar
þurfa að sauma saman efhisbúta; nokkurs konar eihfðarverk, vonlaust
verk. Þess vegna gengur mitt starf út á að setja fram þessa búta í öllum
sínum margbreytileika, óreiðu, útbreiðslu, í eins konar díaspóru - ef ég
má nota svo þvælda Ifkingn."17
Caty Camth ræðir hugmyndir Laub um að einkenni trámatískrar
reynslu sé að hún sé fyrir utan reynslu. Eitt hið mikilvægasta við áfallið
er þetta bil sem myndast og þar hggur slagkraftur atburðarins sem verður
á kostnað einfaldrar þekkingar og minningar. Ahrifamáttur reynslunnar
virðist því einmitt vera fólginn í niðurbrotá skilnings á atburðinum.18 Og
þá vaknar spumingin, ef frásögn er leið okkar tál að skilja atburði:
Hvemig frásögn sprettur af atburðum sem em handan skilnings? Og þar
hittum við fyrir brotakenndan texta sem gerir ekki tálkall tál heildstæðrar
frásagnar.
En þótt textá Wilkomirskis beri einmitt þetta nafri, Brot, og gagn-
rýnendur hafi margir lagt áherslu á brotakennda eiginleika textans, er
augljóst við nánari skoðun að textánn er ákaflega vandlega settur saman.
16 Sama rit, bls. 7.
1 Henri Raczymow, „Memory Shot Through With Holes“, þýð. Alan Astro, Yale
French Studies 1994:85, bls. 98—105. Hér í The Holocaust: Theoretical Readings, ritstj.
Neil Levi og Michael Rothberg, Edinborg: Edinburgh University Press, 2003, bls.
410-415, sjábls. 413.
18 Caty Caruth, „Trauma and Experience: Introducnon", Trauma: Explorations in
Memory, ritstj. Caty Caruth, Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1995, bls.
3-12, bls. 7.
45