Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 57
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN \1Ð BANDARÍKIN 1945-1959
aði mikið um að þessar fjandþjóðir í kalda stríðinu hefðu sýnt það og sann-
að í síðari heimsstyrjöldinni að þær gætu unnið saman í þágu friðar.
Krústsjov lét ekki nægja orðin tóm heldur þrýstd á Dwight D. Eisen-
hower Bandaríkjaforseta að bjóða sér í opinbera heimsókn til Bandaríkj-
anna og hún varð að veruleika í september árið 1959. Fjölmargir Sovét-
borgarar notuðu tilefhið til að lýsa yfir stuðningi við stefnu Krústsjovs
með bréfaskriftum og þó svo að margir tileinkuðu sér orðfæri stjómvalda
og endurtækju einungis áróðurinn um friðsamlega sambúð, er greinilegt
að sumir tóku umfjöllunina um sambandið við Bandaríkin skrefi lengra
en stjómvöld hefðu viljað.
Það er erfitt að reyna að komast að því hvað almenningi fannst um
atburði líðandi stundar og þetta er sérstaklega erfitt með tilhti til Sovét-
ríkjanna þar sem almenningsálit var bælt niður og þeim sem ekki fýlgdu
flokkslínunni í einu og öllu var oft refsað harðlega. Því miður hefur þó
alltof lengi tíðkast að Kta svo á að almenningsálit hafi verið mjög samstillt
í Sovétríkjrmum og sovéskur almenningur einsleitur og undirgefinn. Þetta
er alls ekki rétt enda kom í ljós þegar skjalasöfn í Rússlandi opnuðust við
lok kalda stríðsins að mikið magn ólíkra heimilda gat varpað ljósi á fjöl-
breytt samfélag og nýjar rannsóknir hafa tekið af allan vafa um að lífið í
Sovétríkjunum var margbreytilegt þó að fólk hafi að sjálfsögðu lifað í
skugga alræðisins.4
I þessu samhengi er sérstaklega áhugavert að rannsaka skoðanir og álit
fólks á Bandaríkjunum því eins og koma mun í ljós tóku ekki allir áróður
stjómvalda um Bandaríkin trúanlegan eftir síðari heimsstyrjöldina. A
milhstríðsárunum hafði oft verið htið á Bandaríkin sem fýrirmynd á ýms-
um opinberum vettvangi og bandalagið í síðari heimsstyrjöldinni hafði
einnig varanleg áhrif á hugmyndir margra um stjórnskipulag og lífsstíl í
Bandaríkjunum. Eins og sýnt verður ffarn á lifði minningin um banda-
lagið við Bandaríkjamenn góðu lífi þrátt fyrir harðstjóm og þöggun
Sjá t.d. Sarah Davies, Popular Opinion in Stalin’s Russia: Terror, Propaganda, and Dis-
sent, 1934-1941, Cambridge: Cambridge University Press, 1997; Sheila Fitzpatrick,
Everyday Stalinism: Ordinary Life in Extraordinary Times: Soviet Russia in the 1930s,
New York: Oxford University Press, 1999; Jochen Hellbeck, „Speaking Out:
Languages of Affirmation and Dissent in Stalinist Russia“, Kritika: Explorations in
Russian and Eurasian History, 1:1 (2000); 71-96; Juliane Fiirst, „Prisoners of the So-
viet Self? - Political Youth Opposition in Late Stalinism“, Europe Asia Studies, 54:3
(2002): bls. 353-375.
55