Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 57

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 57
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN \1Ð BANDARÍKIN 1945-1959 aði mikið um að þessar fjandþjóðir í kalda stríðinu hefðu sýnt það og sann- að í síðari heimsstyrjöldinni að þær gætu unnið saman í þágu friðar. Krústsjov lét ekki nægja orðin tóm heldur þrýstd á Dwight D. Eisen- hower Bandaríkjaforseta að bjóða sér í opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna og hún varð að veruleika í september árið 1959. Fjölmargir Sovét- borgarar notuðu tilefhið til að lýsa yfir stuðningi við stefnu Krústsjovs með bréfaskriftum og þó svo að margir tileinkuðu sér orðfæri stjómvalda og endurtækju einungis áróðurinn um friðsamlega sambúð, er greinilegt að sumir tóku umfjöllunina um sambandið við Bandaríkin skrefi lengra en stjómvöld hefðu viljað. Það er erfitt að reyna að komast að því hvað almenningi fannst um atburði líðandi stundar og þetta er sérstaklega erfitt með tilhti til Sovét- ríkjanna þar sem almenningsálit var bælt niður og þeim sem ekki fýlgdu flokkslínunni í einu og öllu var oft refsað harðlega. Því miður hefur þó alltof lengi tíðkast að Kta svo á að almenningsálit hafi verið mjög samstillt í Sovétríkjrmum og sovéskur almenningur einsleitur og undirgefinn. Þetta er alls ekki rétt enda kom í ljós þegar skjalasöfn í Rússlandi opnuðust við lok kalda stríðsins að mikið magn ólíkra heimilda gat varpað ljósi á fjöl- breytt samfélag og nýjar rannsóknir hafa tekið af allan vafa um að lífið í Sovétríkjunum var margbreytilegt þó að fólk hafi að sjálfsögðu lifað í skugga alræðisins.4 I þessu samhengi er sérstaklega áhugavert að rannsaka skoðanir og álit fólks á Bandaríkjunum því eins og koma mun í ljós tóku ekki allir áróður stjómvalda um Bandaríkin trúanlegan eftir síðari heimsstyrjöldina. A milhstríðsárunum hafði oft verið htið á Bandaríkin sem fýrirmynd á ýms- um opinberum vettvangi og bandalagið í síðari heimsstyrjöldinni hafði einnig varanleg áhrif á hugmyndir margra um stjórnskipulag og lífsstíl í Bandaríkjunum. Eins og sýnt verður ffarn á lifði minningin um banda- lagið við Bandaríkjamenn góðu lífi þrátt fyrir harðstjóm og þöggun Sjá t.d. Sarah Davies, Popular Opinion in Stalin’s Russia: Terror, Propaganda, and Dis- sent, 1934-1941, Cambridge: Cambridge University Press, 1997; Sheila Fitzpatrick, Everyday Stalinism: Ordinary Life in Extraordinary Times: Soviet Russia in the 1930s, New York: Oxford University Press, 1999; Jochen Hellbeck, „Speaking Out: Languages of Affirmation and Dissent in Stalinist Russia“, Kritika: Explorations in Russian and Eurasian History, 1:1 (2000); 71-96; Juliane Fiirst, „Prisoners of the So- viet Self? - Political Youth Opposition in Late Stalinism“, Europe Asia Studies, 54:3 (2002): bls. 353-375. 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.