Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 58
RÓSA MAGNÚSDÓTTTR
Stalíns og það var ekki erfitt fyrir Krústsjov að fá Sovétmenn til að styðja
hugmyndir sínar um friðsamlega sambúð við Bandaríkin árið 1959.
I þeirri umíjöllun sem hér fer á efdr er gripið til ólíkra heimilda til að
sýna hversu fjölbreytt umræðan um Bandaríkm var á þessum tíma.
Heimildir um orðræðu fjandsamlega Bandaríkjunmn eru fengnar úr op-
inberum áróðri og kvikmyndum. Eg fann jákvæða umræðu um Banda-
ríkin í réttarskjölum en í sovéskum hegningarlögum var að firma klausu
sem Aleksandr Solzhenítsyn gerði fræga í skrifum sínum: klausu 58:10
sem skilgreindi „andbyltingarlega" og „andsovéska“ hegðun sem refsi-
verða.5 Slíka hegðun var svo hægt að túlka mjög vítt og allur óhagstæður
samanburður, t.d. vangaveltur um að hemaðarmáttur Bandaríkjanna væri
meiri en Sovétmanna, var skilgreindur sem árás á sovétskipulagið. Eg
skoðaði gagngert skýrslur einstaklinga sem látíð höfðu í ljós skoðun á
Bandaríkjunum en á tímabilinu 1945-1959 vora hundruð Sovétmanna
fangelsuð eða send í nauðungarvinnu fiæir brot á reglu 58:10 í sovésku
hegningarlögunum sem fólust í því að þeir höfðu farið fögram orðum
um Bandaríkin, hlustað á óvinaútvarpssendingar, lesið óæskilegar bækur
eða rit um Bandaríkin eða eingöngu viðrað skoðanir sínar á Bandaríkj-
unum yfirhöfuð.6
Upplýsingar um áhyggjur Sovétmanna af þróun sambandsins við
Bandaríkjamenn eftir stríðið koma einnig fram í skýrslum sem flokks-
nefndir Kommúnistaflokksins víðs vegar um landið sendu miðstjóminni
í Moskvm. Upplýsingarnar í þessum skýrslum vora t.d. byggðar á fiæir-
spumum frá opnum flokksfundtmi og uppljóstrunum frá vinveittum
heimildarmönnum og lýstu m.a. orðrómi og áhyggjum Sovétmanna af
málefhum líðandi stundar, innlendum sem erlendum.'
5 Alexander Solzhenitsyn, The Gulag Archipelago, 1918-1956: An Experiment in Liter-
aiy Investigation, bindi I, New York: WestviewPress, 1991, bls. 60.
6 Nánari lýsingu á aðferðafræði og meðferð dómskjalanna er að finna í kafla 2 í
doktorsritgerð minni. Eg vil þó taka fram að pólitískar ofsóknir byggðar á klausu
58:10 minnkuðu mjög mikið á Krústsjov-tímanum og frá og með árinu 1958 eru fá
dæmi þess í prentuðum heimildum að fólk hafi verið handtekið vegna áhuga á
Bandaríkjunum. Sjá Kozlov og Mironenko, 58.10: nadzoniyje proizvodstva prokúra-
túry SSSR po delam ob antisovjetskaj agitatsij i propagande.
Nánari lýsingar á þessum heimildum (svodld) má finna t.d. í Contending With Stal-
inism: Soviet Power and Popular Resistance in the 1930s, ritstj. Lynne A. Viola, Ithaca:
Comell University Press, 2002 og Jeffrey W. Jones, ,„People Without a Occupa-
56