Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 60
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
Eftir stríðið: herferð sovéskra stjómvalda gegn Bandartkjunum
Eins og allir vita voru Sovétmenn og Bandaríkjamenn bandamenn í síð-
ari heimsstyrjöldinni. Stríðsbandalagið varð til þess að fjölmargir Sovét-
menn kynntust bandarískri dægurmenningu bæði af orðspori og vegna
frjálslegrar menningarstefnu sovéskra stjórnvalda í stríðinu. Eins
kynntust margir sovéthermenn Bandaríkjamönnum undir lok stríðsins.
Herir þjóðanna tveggja mættust loks ríð ána Saxelfi í Þýskalandi 25. apríl
árið 1945 og gaf fundurinn til kynna að endalok stríðsins í Evrópu væru
í augsýn. Fundurinn við Saxelfi var mikilvægur áfangi í síðari heimsstyrj-
öldinni: Bandarískir og sovéskir hermenn spiluðu saman tónhst, sungu
amerísk lög, drukku rússneskt vodka og skáluðu fýrir ævarandi vináttu
sín á milli.10 A þessum vordegi í apríl voru friðarhorfur góðar og engan
grtmaði að þessum góða anda yrði fómað á altari kalds stríðs milh fi'rrum
bandamannanna.
Nær fjóram árum eftir fundinn við Saxelfi, í kringum stofnun Atlants-
hafsbandalagsins í lok mars árið 1949, var kvikmyndin Fundurinn við
Saxelfi (Vstretsja na Elbe) frumsýnd í Moskvu. Myndin var byggð á leikriti
eftir Túr-bræður sem hafði verið sýnt við miklar vinsældir í Moskvu og
sveitum Sovétríkjanna um tveggja ára skeið11 en þvert á það sem búast
mætti við miðað við vitnisburð þátttakenda í hinum raunvenilega Sax-
elfarfundi er verkið óheflaður áróður gegn Bandaríkjunum. I upphafs-
senu myndarinnar sjást sovéskir hermenn marsera stoltir um götur bæj-
arins Torgau að ánni Saxelfi. Eirrn sovésku hermannanna lítur svo tTir
ána, sér Bandaríkjamenn nálgast og segir hæðnislega: „Sjáið þið, þetta er
síðasti dagur stríðsins - og loksins sjáum við aðra víglínu.“12
10 Opinber hátíðahöld í tileíhi af Saxelfar-fundinum fóru íram 30. apríl 1945. Sjá Mark
Scott, Yanks Meet Reds: Recollections ofU.S. and Soviet Vets from the Linkup in Wortá
Warll, Santa Barbara: Capra Press, 1988, bls. 28. Harold Denny, „Red Army Hon-
ors Hodges On Link-Up: Russians Serve an Elaborate Dinner to Celebrate Meet-
ing ofU.S. and Soviet Forces“, The New York Times, 1. maí 1945, 4. Einnig Delbert
E. Philpott og Donna Philpott, Hands Across the Elbe: The Soviet-American Linkup,
Paducah, KY: Tumer Pubhcations, 1995.
11 Leikritið var ffumsýnt árið 1947 í Berlín. Sjá „Russian Play Drops Anti-American
Attacks In Version for the Soviet Zone of Germany“, The New York Times, 12. nóv-
ember 1947, bls. 34.
12 Vstretsja na Elbe, Grigoríj Aleksandrov Edisherorítsj leikstjóri, Moskva: Mosfilm,
1949.
5«