Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 61
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN VIÐ BANDARÍKIN 1945-1959
í stað þess að sýna fagnaðarlætin og lýsa þeim yfirþyrmandi bræðra-
lagstilfinningum sem fýrrum hermenn hafa lýst sýnir myndin barnalega
Bandaríkjamenn við hliðina á öguðum sovéskum hermönnum. Myndin
gerir mikið úr friðarvilja Sovétmanna og sýnir úrkynjaða bandaríska næt-
urklúbba og lauslátar konur að dansa djass við Bandaríkjamenn í Þýska-
landi.13 Fundurinn við Saxelfi er skýr yfirlýsing sovéskra stjórnvalda til
áhorfenda: ásamt því að ýta undir sigurdýrkunina sem var allsráðandi í
Sovétríkjunum eftir stríðið var ekki um að villast að kalda stríðið var
Bandaríkjamönnum að kenna og gert var lítið úr hlut íyrrum banda-
marmanna í sigrinum á Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. I raun var
þáttur þeirra að mestu strokaður út úr minningunni um stríðið í Sovét-
ríkjunum.
Eg segi hér frá þessari kvikmynd því hún er gott dæmi um herferð
sovéskra stjórnvalda gegn Bandaríkjunum sem hrundið var af stað undir
lok ársins 1946. Herferðin var hönnuð af Stalín og ffamkvæmd af sér-
stakri áróðursnefnd miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Til þess að móta
og stýra almenningsáliti settu sovéskir embættismenn fram áróður um
Bandaríkin, sem undir Stafin kristallaðist í því að eingöngu var talað um
Bandaríkjamenn sem siðspillta heimsvaldasinna eða rotna smáborgara
svo dæmi séu nefnd. Að auki voru í umsjón yfirvalda listar með æskileg-
um bandarískum rithöfundum. Þeir voru fulltrúar „hinnar Ameríku“,14
þ.e. áróðurinn tók einnig mið af því að í Bandaríkjunum væru kúgaðir
minnihlutahópar, t.d. blökkumenn, sem væru hallir undir sósíalisma en
þess má geta að þeim Bandaríkjamönnum sem hampað var í Sovétríkj-
unum eftir stríðið má svo til öllum lýsa sem gallhörðum stuðningsmönn-
um sósíalismans.
Snemma kom í ljós að þó að sigri í síðari heimsstyrjöldinni, eða Föð-
urlandsstríðinu mikla, væri mikið hampað þá áttu sovéskir hermenn er
barist höfðu í Evrópu erfitt uppdráttar við heimkomu þar sem Stalín ótt-
aðist að þeir hefðu orðið fyrir óheillavænlegum áhrifum. Margir þeirra
13 Dmitríj Shostakovitsj samdi tónlistina og notaði t.d. „Yankee Doodle Dandy“, sem
var einnig kynningarlag Voice of America-útvarpssendinganna til Sovétríkjanna. Sjá
Harrison E. Sahsbury, „Soviet Films Depict U.S. as Spy and as an Enemy of World
Peace: Muscovites See Americans Portrayed as Mata Haris, Thieves of Russian
Science and as Super-Knaves in Germany", TheNerw York Times, 18. mars 1949, bls.
33.
14 Þetta er þýðing mín á hugtakinu „vtoraja Ameríka“ á rússnesku („second America"
á ensku).
59