Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 64
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
Sovéskir fjölmiðlar; dagblöð, útvarp og sjónvarp, formæla
Bandaríkjnnum á hverjum degi. Þeir draga upp hráslagalega
mynd af atvinnuleysi, kynþáttamismunun, glæpum, gengisfell-
ingu og fátækt. Það er nákvæmlega út af slíkum áróðri að stór
hluti Sovétmanna trúir því að ekkert þessara alvarlegu vanda-
mála fyrirfinnist í Ameríku. Þeir halda að peningar vaxi á trján-
um og maður geti, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut,
hfað í velmegun, spilað fjárhættuspil og keyrt um á Kadillakk.18
En þar sem sovéskir fjölmiðlar voru algjörlega úr takti við raunveru-
leika daglegs lífs eftir stríðið voru þeir líka allmargir sem lögðu í vana
sinn að leggja sig eftir upplýsingum utan úr heirni. Þannig leituðu
margir á náðir erlendra útvarpsstöðva eins og Voice of America, BBC,
Deutsche Welle, Voice of Israel og fleiri, en árið 1958 áætluðu sovésk
stjórnvöld að hægt væri að hlusta á um fimmtíu til sextíu erlendar stöðv-
ar í Sovétríkjunum.19 Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að spyrna við
þessari þróun og gerðu í því að trufla þessar útvarpssendingar en með
litlum árangri. Truflun virkaði helst í núðborgum stórborga en fjölmörg
dæmi eru um einstaklinga sem hlustuðu á erlendar útvarpsstöðvar.
Bandarískur áróður á Vöice of America um málfrelsi, lýðræði og efnisleg
gæði verkamanna og bænda hitti oft í mark og fjölmörg dæmi eru um að
Sovétmenn hafi verið dæmdir í vinnubúðavist vegna þess að þeir viður-
kenndu að hafa hlustað á erlendar útvarpsstöðvar og sagt frá því sem þeir
höfðu heyrt.20
Auðvitað voru þeir fjölmargir sem tóku herferð sovéskra stjórnvalda
gegn Bandaríkjunum alvarlega og óttinn við þriðju heimsstyrjöldina var
líka raunverulegur. A sama tíma og landið var nánast lamað af eyði-
leggingu var áróður um nýtt stríð þó ekki alltaf til þess fallinn að sann-
færa fólk um raunhæfa möguleika Sovétríkjanna til að berjast gegn
Bandaríkjunum. Slíkar efasemdir komu t.d. skýrt fram á fundi borgar-
nefhdar Kommúnistaflokksins í Leningrad árið 1947 þar sem verka-
18 Vladimír Vojnovítsj, Antisovetskíj Sovetskíj Sojúz: Dokumentalnaja fantastagoríja v 4-
kh tsjastjakh, Moskva: Izdatelstvo ,AIaterik“, 2002, bls. 37.
19 Kristin Roth-Ey, „Mass Media and the Remaking of Soviet Culture, 1950s-1960s“,
óbirt doktorsritgerð: Princeton University, 2003, bls. 252.
20 Þó nokkur dæmi þess er að finna í dómskjölum einstaklinga, sem t.d. eru varðveitt
í GARF, f. 8131, op. 31.
62