Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 66
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
Eftir Stalín: fiiðsamleg sambúð viö Bandaríkin
Eftir leyniræðu Krústsjovs í febrúar árið 1956 voru Sovétborg-arar, eins
og þeir voru eftir síðari heimsstyrjöldina, fullir vonar og bjartsjmi gætti
um framtíð sósíalismans. Innrásin í Ungtærjaland síðar sama ár - og þær
áherslubreytmgar sem fylgdu í kjölfarið í innanríkismálum austantjalds
- leiddu þó til þess að tjáningarfrelsi var heft á ný innan Sovétríkjanna.
Aftur jukust pólitískar handtökur (þeim hafði fækkað töluvert eftir and-
lát Stalíns árið 1953) en þíða í menningarmálum var þó hafrn og sovéskt
samfélag breyttist mikið á komandi árum. Þrátt fyrir skaðann sem ímynd
Krústsjovs hafði beðið erlendis hélt hann af fullum krafd áfram sem
boðberi friðsamlegrar sambúðar við Vesturlönd. Hann lagði áherslu á að
þótt Sovétrikin hefðu kannski ekki upp á jafin mikinn neysluvaming að
bjóða og Bandaríkin stæðu Bandaríkjamenn Sovétmönnum langt að baki
í tækni og menntamálum. Helsta markmið Krústsjovs var því að gera
heimsbyggðinni grein fyrir því að Sovétríkin væru jafiúngi Bandaríkj-
anna. Eins vildi hann auka h'fsgæði innan Sovétríkjanna og í þeim tilgangi
reyndi hann að draga úr framlögum til hernaðarmála en auka framlög til
félagslegra verkefna og húsnæðismála.24
Frá og með árinu 1955 jókst samgangur milli Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna töluvert, fjölgun sendinefnda og ferðamanna var marktæk og í
lok janúar árið 1958 var skrifað undir opinbert samkomulag sovéskra og
bandarískra stjórnvalda um menningartengsl þjóðanna tveggja. Sam-
komulagið kvað m.a. á um að halda skyldi gagnkvæmar þjóðarsýningar,
sovéska sýningu í New York og bandaríska sýningu í Moskuu, árið 1959.
Sýningin í Moskvu var gríðarlega árangursrík (sú í New York líka en ekki
þó eins og Moskvusýningin), þúsundir Sovétmanna flykktust á hana og
dáðust að sýningareldhúsinu fræga, þar sem eldhúsumræður Krústsjovs
og Nixons áttu sér stað, og einnig vöktu amerískir bílar og skósýningin
mikla athygli. Konur fengu að gjöf snyrtivörur og þúsundir drukku í
fyrsta skipti pepsí-kóla svo eitthvað sé nefnt. Arið 1959 voru Bandaríkin
því mjög sýnileg í opinberri umræðu í Sovétríkjunuin en sovésk blöð
lögðu að sama skapi mikla áherslu á gagnáróður sem átti að draga úr
24 Júríj Aksjútin, Khnistsjovskaja ,ottepel‘ i obshestvennye nastroenija v SSSR v 1953-1964
gg., Moskva: Rosspen, 2004. Sjá einnig The Dilemmas ofDe-Stalinization: Negotiating
Cultural and Social Change in the Khrushchev Era, ritstj. Polly Jones, London: Rout-
ledge, 2006.
64