Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 70
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
neysluvarnmgi en lagði, eins og frægt er orðið, áherslu á að ná og fara
ffam úr Bandaríkjunum í þeim efnum. Friðarherferð Krústsjovs var þann-
ig lýst sem nauðsynlegri til að „bræða ís kalda stríðsins“ og þannig var
ekki bara skipið Lenín heldur Krústsjov sjálfur orðinn ísbrjótur, n-ðja
þurfti úr vegi andstæðingum friðar og vináttu og Krústsjov var orðinn
augljós arftaki Leníns sjálfs í leiðtogahlutverkið.
Bréf sem falla í síðari flokkinn, þ.e. þau bréf sem ég kalla áhts- og ráð-
gjafarbréf, voru hvergi birt - í þeim tilvikmn höfðu bréfritarar gengið of
langt til að bréf þeirra ættu erindi við almenning. Bréf í síðari flokknum
eru einnig að vissu leytd háð opinberri orðræðu en þó er í þeirn að ffnna
ýmislegt sem kemur á óvart og hefði aðeins nokkrum árurn áður verið
algjörlega óhugsandi. Þannig er að finna bréf sem leggja áherslu á kristin
gildi og fjalla jafnvel um nokkurs konar siðmenningarherferð í anda kristi-
legs trúboðs. Margir bréfritarar voru einnig bjartsýnir á að bráðum myndi
Sovétríkjunum takast að „ná og fara fram úr Bandaríkjunum“ og veittu
ráðleggingar um hvemig best væri að ná því takmarki, en sennilega fólu
slík ráð oft í sér óþarflega mikla aðdáun á frambo§i og þægindum í
Bandaríkjunum að mati sovéskra yfirvalda. Eirrnig má oft greina að fólki
fannst það lifa á sögulegum tíma; ekki bara vegna mikilvægis sovésku
tilraunarinnar, heldur Kka vegna þess að Sovétríkin væru nú loksins að fá
viðurkenningu og þann orðstír á alþjóðavettvangi sem stórveldi sæmdi.:s
Eftir margra ára einangrun, virtist sovésk þátttaka í alþjóðlegu samfélagi
raunverulegur möguleiki sem og sættir við fyrrum bandamennina í
Bandaríkjunum. Þessi efni eiga það öll sameiginlegt að þau eru sett fram
innan ramma friðsamlegrar sambúðar og í jákvæðri trú á persónuleg
tengsl en fara þó ffam úr því sem stjórnvöld töldu æskilega umfjöllun um
samskiptin við Bandaríkin.
Margir bréfritarar sögðu dæmisögur úr eigin lífi og reynslu af þ\h að
vinna með eða búa nálægt Bandaríkjamönnum. Oft gaf fólk yfirlit yfir líf
sitt og hvernig Bandaríkjamenn og Bandaríkin höfðu haft áhrif á það
persónulega og gáfu ráð byggð á reynslu sinni og upplifun. Þessi bréf
voru oft skrifuð í nokkurs konar predikunarstíl og óhugsandi að þau fengj-
ust birt í sovéskum fjölmiðlum, enda óvenjulegt að fólk skýrði svo
ítarlega frá samskiptum sínum við Bandaríkjamenn. Nikolaj Andrjeje-
vítsj ffá Moskvu var einn þessara penna og lýsti langri reynslu sinni af
28 Face to Face ivith America, bls. 533.
68