Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 72
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
tala ensku og hann gæti því unnið sem túlkur í ferðinni. Fjölmargir voru
þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að reyna að kynnast venjulegum
Bandaríkjamönnum og í þeim tilgangi sendi fólk ljósmvndir af sjálfu sér
og vildi að þær yrðu færðar Bandaríkjamönnum að gjöf.32 Kona að nafhi
Tsjistjakova skrifaði tilfinningaþrungið bréf um ljósmynd af sovéskum
og amerískum hermönnum í BerKn eftir lok síðari heimsstyrjaldar í
Evrópu og bréf hennar var merkt „áhugavert“ enda bergmálaði hún
Krústsjov í því að segja: „... ef lönd okkar geta barist gegn sameigin-
legum fasískum óvini, þá geta þau líka styrkt frið saman.“ Tsjistjakova
vonaðist til að þessi ljósmynd gæti komið að gagni þegar minna þyrfd
bandaríska stjórnmálamenn á fyrrum stríðsbandalagið og myndi stað-
festa raunverulega þörf á ffiði og vináttu, en þar sem þessi mynd af æsku-
vini hennar og amerískum vini hans væri henni mjög kær, bað hún um
að myndinni yrði skilað til sín eftir ferðina.33
I áróðri sínum um ffiðsamlega sambúð við Bandaríkin lagði Krúst-
sjov áherslu á að vopnuð átök milli fyrrum bandamannanna væru ónauð-
synleg og sovéskir borgarar brugðust greinilega vel við: með því að
bjóða fram myndir af venjulegu fólki og fyrrum bandamönnum gerðu
þeir sér grein fyrir mikilvægi persónulegra tengsla og þess að „köldum
friði“ yrði best viðhaldið með „mjúkum vopnum“. Með þ\b að senda
Krústsjov ljósmyndir, teikningar og ljóð voru Sovétborgarar orðnir virk-
ir þátttakendur í baráttunni fyrir friðsamlegri sambúð stórveldanna.
Obilandi trú á persónutengsl var einnig í samhengi við stefnu Krústsjovs
um ffekari samvinnu á menningarsviðinu og þá trú að ef óvinurinn
myndi kynnast óbreyttum Sovétmönnum, myndi hann loksins skilja að
Sovétmenn væru venjulegt friðelskandi fólk.
Lokaorö
Þegar Krústsjov heimsótti Bandaríkin gerðu Sovétmenn ráð fyrir að
Eisenhower myndi endurgjalda heimsóknina. Þessu var fagnað í Sovét-
ríkjunum - og í bréfunum - sem tækifæri til að sýna heiminum bæði
tæknilegar framfarir og hefðbundna gestrisni í Sovétríkjunuin. Eftir að
bandaríska U2-njósnaflugvélin var skotin niður 1. maí árið 1960 var
32 GA RF, f. 5446, op. 93, d. 1316,11. 98-99.
33 Sama heimild, d. 1314,1. 136, 136ob. Ljósmyndin var ekki í möppunni með bréfinu
en það þýðir þó alls ekki að myndinni hafi verið skilað.
70