Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 84
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
án hins verið er einlægt togstreita þama á milli. Þessi leið Young rirðist
vænleg til skilnings og túlkunar á textum Kristínar Omarsdóttur. Pers-
ónur hennar hafna eða brjótast um fast í kynferði sem valið hefur verið
fyrir þær og skilgreint af samfélagi sem hefur valdið á bak rið sig. Þung-
lyndinu sem fylgir missi og þvingtm má hins vegar breyta í reiði og upp-
reisn í tungumáhnu, það má snúa upp á orðræðuna með íróníu og ærsl-
um sem geta orðið hápólitísk.
Þrjár sögur
Kristín Ómarsdóttir eignaðist strax lítinn en harðsketTtan aðdáendahóp
með fyrstu bókum sínum, örsögum, ljóðum og tdraunatextum sem vom
hugmyndaríkir, fjörugir og nýstárlegir. Efdr skáldsöguna Svarta briíðar-
kjóla (1992) fylgdu þrjár skáldsögur sem sættu tíðindum. Það vom Dym-
ar þröngu (1995), Elskan mtn ég dey (1997) og Hamingjan hjálpi mérl og
II (2001).
Dymar þröngu er nafnið á undarlegri borg á merkilegri eyju í Suður-
höfum. Þangað kemur ferðamaðurinn Þórunn Björnsdóttir og vekur
strax kynferðislegan áhuga bæjarbúa. Fyrsta kvöldið í bænum kemur hún
sér upp elskhuga og í sögunni er henni nauðgað og hún áreitt kynferðis-
lega af tré, grís og loftstraumi sem leitar upp tmdir pils hennar. Dymar
pr'óngu er „hinsegin saga“. Hugtakið „kynhneigð“ hefur fremur óljósa
merkángu í textanum. Allt er leyfilegt í bænum og enginn virðist gera sér
rellu út af kynferðislegum uppátækjum næsta manns. En þó að kyn-
uslinn sé regla en ekki undantekning er hvorki hægt að kalla Djvnar
þröngu glaðan né ástríkan bæ. Þar er miklu ofbeldi beitt og menn rirða
ffelsi hver annars ffernur htils. Þeir sem rilja „eiga“ Þórunrú spyrja ekki
um hennar vilja og hún stígur í raun ekki ffam í textanum sem sjálfsvera
í eigin rétti, sú sem þráir, fyrr en í bókarlokv
I Dyrunum þröngu stendur stór bygging við aðaltorg bæjarins. Þar
era langir gangar með mörgum dyrum á. Menn geta strillt sér upp og
horft í gegnum gægjugat á eins konar uppstillingar eða „tableux" inni í
herbergjunum. Þar em sjálfboðaliðar með gjöminga, sem hverfast gjama
um einmanaleika og þrá leikenda, oftast er þeir kynferðislegár, grófir og
2 Sjá einnig Dagný Kristjánsdóttir, „Hvað er á bak við dyrnar þröngu? Um skáldsögur
Kristínar Ómarsdóttur", KynjafrÆ - Kortlagningar, ritstj. Irma Erlingsdóttdr, Reykja-
vík: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, 2004, bls. 51-61.
82