Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 88
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
telur að þótt Butler taki afstöðu gegn t\'enndarhugsun og tvíhyggju séu
fræði hennar gegnsýrð af hvoru tveggja og hún endurframleiði í raun
þær mótsetningar sem hún telji sig gagnrýna. Toril Moi bendir á nokkr-
ar andstæður sem einkenni málflutning Butler, þar á meðal andstæðuna
á milli hkama og sálar þar sem sálin er allt, hkaminn ekkert.
Þetta viðhorf til líkamans þekkjum við úr langri heimspekisögu þar
sem menn hafa ekki vitað hvað þeir áttu að gera við hkamann. Niður-
staðan varð oftast sú að skoða hann sem efrúsleika sem maðurinn þyrfti
að hefja sig yfir: Líkaminn væri staðnaður, einkenndist af jafnvægi, he\rði
til „verunni í sér“, tilvistinni og færi á undan tungumáh, sögu og sam-
félagi á meðan sálin væri óefhisleg, óákvarðanleg, ekki í jafhvægi, sívirk
og gjörningahæf, samfélagsleg og söguleg. Eftir að hafa fest alla þessa
neikvæðu merkimiða á vesalings líkamann er hann afskrifaður sem merk-
ingarlaus efhismassi?
Meginástæðan fyrir því að Judith Butler gengur í þessa gildru er sú,
segir Toril Moi, að hún vefengir ekki mótsetninguna á milli “náttúru og
menningar sem hggur í raun til grundvallar tvískiptingu femínistanna í
kyn og kyngervi (sex, gender). Líkamanum er ekki ljáð merking eða gildi
í sjálfum sér af því að hann er dýrslegur og hluti af náttúrunni. Þannig
leit Sartre á málin en þetta var ekki skoðun Simone de Beauvoir, segir
Toril Moi. Tvískiptingin í kyn og kyngervi var henni ffamandi. I hennar
augum var kynið það sama og kyngervið, maður fæðist ekki kona heldur
verður það, segir hún og vísar þá augljóslega til kyngervis. Þetta gerir
það að verkum að mótunarhyggjumenn hafa gjarna talið Simone de
Beauvoir vera á sínu bandi en hún hefði seint skrifað undir þá róttæku
mótunarhyggju sem telur veruleikann alfarið skapaðan í tungumálinu.
Að mati de Beauvoir er alls ekki hægt að afskrifa líkamann og „merk-
ingarmyndtm“ hans. Líkaminn felur í sér „aðstæður“ (situation) kyngerv-
isins og er hluti af því. Simone de Beauvoir segir að þegar konum sé
kerfisbundið haldið frá þekkingu á forsendum líkama þeiira og kennt að
vegna hans eigi þær ekki eða megi ekki læra eða hugsa, sé hægt að tala
um að líkamlegar „aðstæður“ þeirra séu orðnar íþyngjandi og hafi áhrif
á hinn frjálsa vilja þeirra. Um þetta vill Toril Moi ræða, hún telur
tvískiptinguna í kyn og kyngervi löngu orðna hamlandi fyrir umræðtma
og þó að gagnrýni Judith Butler byggist á misskilningi á de Beauvoir hafi
hún engu að síður sýnt fram á að tími sé kominn til að endurskoða þessa
tvískiptingu á róttækan hátt eða leggja hana til hliðar.
86