Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 92
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
eitthvað kannast, sendi það til dvalar í dulvitundinni og held því frá minni
meðvituðu tilveru. Drengurinn sem ahieitar þrá sinni til föðurins mjmdi
fremur segja að hann hefði aldrei elskað föðurinn og aldrei misst neina
ást. Þessi tvöfalda neitun virkar í raun eins og játun eða staðfesting á því
að engin sorg sé til staðar og ekkert að syrgja, ekkert hefur gerst. En það
er blekking. Mikið hefur gerst. Með því að banna ástina á viðfangi af
sama kyni getur hinn þunglyndi tekið missinn eða þann sem hann hefur
misst inn í sjálf sitt og þannig þarf hann eða hún aldrei að syrgja þann sem
hvarf. „Þunglyndið er bæði afneitun á sorginni og innhverfing á miss-
inum, eins og í dauða sem ekki er hægt að syrgja,“18 segir Judith Butler.
Sams konar svarthol í sálinni kallaði Jean Paul Sartre „neindina“ og
sagði ljóðrænn: „Tómið hefur hringað sig saman í hjarta verunnar eins
og ormur.“19 Juha Kristeva talar um svipað fyrirbæri í bókinni Soleil Noir
(1987, Svört sólj og kallar það „Hlutinn“.20
Ef Sartre og Buder eru tekin á orðinu er hægt að spyrja sig hvort
þunglyndiskenningar þeirra þýði í raun að við höfum öll gert hin sam-
kynhneigðu viðföng ástarinnar sem við misstum að hluta af sjálfi okkar
og þar búi það eins og tóm sem holar innan alla merkingu? Þunglyndinu
hefur þá verið gefin nánast verufræðileg staða og það held ég að Freud
hefði seint samþykkt af því að það stangast á við þá hugmynd hans að
sálarlífið, líka þunglyndið, sé alfarið byggt á átökum og þar af leiðandi
breytanlegt.
Ef þessar kenningar eiga að gilda um alla, alltaf og alls staðar harðnar
enn á dalnum því þunglyndi, hvort heldur er sem sálarástand eða form-
gerð persónuleika, er ekki eðlilegt heldur óeðfilegt ástand hvort sem
talað er run það í þröngum eða víðum skilningi. Það hefnr heldur ekki
árað vel fyrir allsherjarkenningar upp á síðkastið. En að þessum fyrirvör-
um gerðtun verður að segjast að í kenningum Judith Butler felast ákaf-
lega áhugaverðar víddir. Grunnhugmynd sálgreiningarinnar er að upp-
haflega sé kyn okkar óráðið og allir tvíkynhneigðir. Ef hið elskaða og
18 Mdancholy is both the refusal of grief and the incorporation of loss, a miming of
the death it cannot moum.“ Judith Butler, ,JVIelancholy Gender/Refused Identi-
fication", bls. 251.
19 Dagný Kristjánsdóttir, Kona verður til, bls. 344.
20 Sama rit, bls. 209-217 og bls. 413-416. Hinn þunglyndi getur unnið sig út úr dep-
urð sinni þegar og ef hann lærir að taka hina táknrænu reglu eða tungumálið gilt
sem uppbót fiTÍr missinn og tala um missinn frekar en að vera í honum, samkvæmt
Kristevu.
9°