Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 94
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
hugsa sér og fómarlömb þessarar móðursýki séu jaðarhópar: lesbíur og
hommar, údendingar og litað fólk.
Leikrit Kristínar Omarsdóttur ástarsaga 3: lovestory (1997) var fyrsta
íslenska leikritið sem fjallaði um lífsstfl samkynhneigðra í skugga alnæm-
isins. I leikritinu era fimm hlutverk, leikin af þremur körlum; einum
sögumanni og tveimur leikurum sem eru að leika í verki um tvo homma
sem eiga í dramatísku, ofbeldisfullu og dauðamerktu sambandi. A milli
atriða tala þessir leikarar, sem eru vinir, saman um líf sitt og sambönd,
missi og sorg og óttann við að eldast og deyja. Leikritið gerist þannig á
þremur sviðum og hvert þeirra hefur sitt málsnið; sögumaðurinn er ljóð-
rænn og leikararnir hversdagslegir á meðan persónurnar sem þeir leika
eru fáránlegar eða súrrealískar. Sýningin í leikstjórn Auðar Bjarnadóttur
var íjörug og ffumleg og morðfyndin og þetta sama gildir um aðrar
sýningar á verkum Kristínar sem hafa verið sett upp af spennandi leik-
stjórum. Seint gleymist drag-drottningin í ástarsogu 3, leikin með tilþrif-
um af Þorsteini Gunnarssyni sem „mímaði“ lagið „Sáuð þið hana systur
mína“ í flutningi dívunnar Guðrúnar Á. Símonar. Með viðsnúningi sín-
um á jöðrum og miðju varpar Kristín Omarsdóttir kastljósi á forsendur
„öðrunar“ og „jöðrunar“25 í samfélaginu.
Viðhorf valdsins til samkynhneigðra kemur vel ffam í myndhverf-
ingunni „að koma út úr skápnum“ en hún byggist aftur á röð af mynd-
hverfingum sem enginn gæti kallað röklegar eða skynsamlegar. I bókinni
Epistomology of the Closet (1990; Þekkingarffæði skápsins)24 nefhir Eve
Kosofsky Sedgwick fjölmargar andstæður sem gagnkynhneigðir byggja
á þegar þeir skilgreina hið neikvæða, allt það sem þeir eru ekki. Bók
hennar sýnir vel þá kerfisbtmdnu „öðrun“ og „jöðrun“ sem liggur til
grundvallar hugtakinu „skápnum“.26 Það er athyglisvert að tengja grein-
24 Eve Kosofsky Sedgwick, Epistomology ofthe Closet, Berkeley: University of Califomia
Press, 1990.
25 Þetta er prýðileg íslenskun Geirs Svanssonar á hugtökunum „othering" og „mar-
ginalisation“ úr áðtumefndri grein hans.
26 I greininni „Skápur, skápur, herm þú mér“, í bókinni Undirstraumum, fjalla ég um
andstæðulíkan Kosofsky Sedgwick. Andstæðumar em ekki röklegar andstæður eins
og hátt og lágt, svart og hvítt heldur menningarlegar andstæður sem ekki er alltaf
gott að þýða. Þær em þessar á ensku: secrecy/disclosure, knowledge/ignorance,
private/public, masculine/feminine, majority/minority, innocence/initiatdon, natur-
al/artificial, new/old, discipline/terrorism, canonic/noncanonic, wholeness/deca-
dence, urbane/provincial, domestic/foreign, health/illness, same/different, active/
passive, in/out, cognition/paranoia, art/ldtsch, utopia/acopaþrpse, sincerity/senti-
92