Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 98
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
um þótt unnið sé úr hinu sálræna áfalli verður alltaf eitthvað ósagt, eitt-
hvað sem enginn (annar) veit. Það eru þannig ljós hkindi á milh hins sál-
ræna áfalls eða traumans og tvöfaldrar afneitunar þunghmdisins. Þetta
einkennir allan texta bókarinnar Hér og gerir hann mjög spenntan og oft
óþægilegan. Telpuna grunar hvað orðið hefur um gestina sem komu og
hurfu en hún getur ekki talað um það. Þetta dána fólk er henni ekki
vandabundið, foreldrar hennar Hfa og eru í borginni, en hún hefur orðið
viðskila við þau og þau spyrja ekki eftir henni. Hún hugsar þeim mun
meira um þau en minningar hennar einkennast af fantasíu og umskrif-
tmtun.31
Nýjasta leikrit Kristíhar, Segðu mér allt (2005), fjallar um Guðrúnu
sem er lömuð og bundin við hjólastól. Hún er kannski 11 ára. Leikritið
gerist í tveimur heimum; annar er raunverulegur og hinn er drauma-
heimur þar sem hún á aðra foreldra, fjtrirmyndarforeldra, jafn fullkomna
og ratmverulegu foreldramir eru ómögulegir. A sama hátt og í skáld-
sögurmi Hér er fremur erfitt að sjá hvar Guðrún hættir að vera þolandi
og verður gerandi í hinttm illa leik sem leikinn er. Hvar endar einhvers
konar veruleiki og hvar tekur fantasían við? Hver er fórnarlambið og
hver böðullinn? Einnig hér vinnur Kristín með þrjú grundvallarhugtök;
vald, tilfmningar og rými. Með rými á ég við þann stað, líkamlegan og
andlegan, sem takmarkast af reynsluheimi sjálfsverunnar. I fjæsm skáld-
sögu Kristínar Ómarsdóttur var það líkaminn og kymferðið sem hún
einbeitti sér að. I þeirri síðusm er það valdið og dauðinn en oft er stað-
urinn sá sami, þ.e. fjölskylda þar sem hin tilfinningaþrungnu sambönd
eiga heima, ástin og gleðin, en líka valdmðsla og árásir.
Orð í tíma töluð
í viðtalinu „Changing the Subject“ (2000)32 talar Buder uni að hún hafi
oft verið gagnrýnd fýrir að skrifa óskiljanlegan og þungan texta. Hún
talar um að tungumáhð geti orðið hættulega sjálfvirkt og hún vilji skrifa
texta sem veiti lesanda viðnám og fái hann til að hugsa og túlka. Kristín
Ómarsdóttir skrifar íslensku sem hefur verið kölluð naívísk. Hún skrifar
oft einfaldan, barnslegan og stundum stirðan stíl sem getur ýmist verið
31 Sjá einnig Dagný Kristjánsdóttir: „Hér og nú - alls staðar og hvergi." Lesbók Morg-
anblaðsins, 1. apríl 2006.
32 Judith Butler, „Changing the Subject: Judith Butler’s Politics of Radical Resigni-
fication", bls. 325-356.
96