Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 103
Jón Karl Helgason
Deiligaldur Elíasar
Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn
skáldskap
Haustið 1946 kom út hjá Víkingsútgáfunni, einu af bókaforlögum Ragn-
ars Jónssonar í Smára, skáldsagan Eftir örstuttan leik eftir Elías Mar
(1924-2007). Með henni og tveimur öðrum skáldsögum hleypti Ragnar
af stokkunum ritröðinni Nýir pennar. Ari síðar bættust a.m.k. fimm
skáldverk við röðina en eftir það fjaraði hún út án þess að marka djúp
spor í íslenska bókmenntasögu, enda voru höfundarnir helst til sundur-
leitur hópur til að standa undir þessu nafai.1 Af þeim var Elías áberandi
yngstur, 22 ára, og ótvíræður nýgræðingur á ritvellinum. Þá var skáld-
saga hans fremur nýstárleg í íslenskum bókmenntum, uppfall af því sem
stundum er kennt við skáldlega sjálfsmeðvitund eða lýst með hugtakinu
sjálfsaga. Eftirfarandi brot úr sögunni eru til marks um það:
Það er söngur í loftinu, eins og talað er um í rómantískum
skáldsögum.2
Ég sá Önnu nokkrum sinnum eftir þetta. En hún hvarf inn í
hús, vék úr vegi eða var í fýlgd með einhverri annarri kven-
1 Hinar skáldsögurnar sem komu út undir merkjum Nýrra perma árið 1946 voru Heið-
ur œttarinnar efrir Jón Bjömsson (1907-1994) og Veltiár eftír Oddnýju Guðmunds-
dóttur (1908-1985). Ari síðar komu út skáldsagan Þeir brennandi brunnar eítir Óskar
Aðalstein (1919-1994) og Ijóðabækumar Hver er kominn tit? eftir Braga Sigur-
jónsson (1910-1995), Arfur öreigans eftír Heiðrek Guðmundsson (1910-1988),
Söngvar jrá Sælundi eftir Hörð Þórhallsson (1916-1959) og Skýjarof tftir Yngva Jó-
hannesson (1896-1984).
2 Elías Mar, Eftir örstuttan leik, Nýir pennar, Reykjavík: Víkingsútgáfan, 1946, bls. 14.
Hér eftir verður vísað til þessa verks í meginmáli með blaðsíðutali innan sviga.
IOI