Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 105
DEILIGALDUR ELIASAR
og vestan á síðari hluta tuttugustu aldar. Annars vegar er um að ræða
flokk nafnorða sem hafa forliðinn meta-, hins vegar flokk lýsingarorða
sem flest hafa forliðinn sjálf-.
Þekktustu hugtökin í fyrri hópnum eru meta-bókmenntir (fr. méta-
littératuré), sem Roland Barthes fjallaði um í stuttri grein árið 1959, og
metaskáldskapur (e. metafiction), sem rakið er til skrifa Williams S. Gass
ffá því um 1970.5 Enda þótt þeir tvímenningar leggi ekki sömu merk-
ingu í hugtök sín virðast þeir báðir vera undir áhrifum frá skrifum pólska
rökfræðingsins Alfreds Tarski um metatungumál (pól. metajqzyk) eðafram-
setningarmál, eins og það hefur verið nefht á íslensku. Hugtakið vísar til
orðræðu sem fjallar um aðra orðræðu og er málfræði gjarna tekið þar
sem lýsandi dæmi.6 7 Með hhðstæðum hætti virðist eðlilegast að Kta svo á
að metaskáldskapur sé skáldskapur sem fjallar um skáldskap - en þó ekki
endilega sjálfan sig. Helga Kress orðar þessa hugsun eftirminnilega þeg-
ar hún skrifar, í umfjöllun um slúður í Islendingasögunum, að þær séu
„tal um tal, sögusagnir“ J
I síðamefhda flokknum em meðal annars hugtökm sjálfsmeðvituð
skáldsaga (e. self-conscious novel), sem Robert Alter og Brian Stonehill
lögðu til grundvallar sögulegum rannsóknum sínum á efninu, og sjálf-
hverffrásögn (e. narcissistic narrativé), sem Linda Hutcheon gerði að lyk-
5 Roland Barthes, „Literauire and metalanguage“, Critical Essays, þýð. Richard How-
ard, Evanston: Northwestem University Press, 1972, bls. 97-98 og William S.
Gass, Fiction and the Fignres ofLife. New York: Knopf, 1970, bls. 25. Ulfhildur Dags-
dóttir gerir athugasemdir við íslenska hugtakið sjálfsaga sem þýðingu á metafiction í
grein sinni „Skyldi móta fyrir landi? Af leirmönnum, varúlfum og víxlverkunum",
Skímir 176 (haust 2002): 439^164, bls. 445. Henni finnst að það vísi eingöngu til
skáldskapar í lausu máh á meðan metafictiom nái eirrnig yfir önnur form, „svo sem
sjónrænt efiii, myndasögur og kvikmyndir". Einnig þykir henni sem sjálftögnr falli
illa að öðmm erlendum hugtökum, svo sem metateoct og metatextuality og vill ein-
faldlega tala um metasögn og metaskáldskap.
6 Sjá m.a. Alffed Tarski, „Merkingarffæðilegar hugmyndir um sannleikann og undir-
stöður merkingarfræðinnar“, þýð. Asta Kristjana Sveinsdóttir og Amór Hannibals-
son, Heimspeki á tuttugustu öld. Safh merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, ritstj.
Einar Logi Vignisson og Olafur Páll Jónsson, Reykjavík: Heimskringla - háskóla-
forlagMáls og menningar, 1994, bls. 73-109, bls. 85.
7 Helga Kress, Fyrir dyrum fóstru. Greinar um konur og kynferði í íslemskum fombók-
menntum, Reykjavík: Háskóli Islands, Rannsóknastofa í kvennafræðum, 1996, bls.
133.
103