Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 106
JÓN KARL HELGASON
ilhugtaki í samnefhdri bók.8 Hér má einnig minna á grein Malcolms
Bradbury og Johns Fletcher um imihveifu. skáldsöguna (e. the introverted
novel) sem birtist í yfirlitsriti um módernisma í evrópskurn bókmennt-
um.9 Þessi hugtök, sem öll koma fram á áttunda og mrrnda áratugnum,
eiga við tun skáldverk sem beina með einhverjum hætti athygli að sjálf-
um sér og sínum eigin listbrögðum. Hermann Stefánsson hefur notað
orðasambandið sjálfljsandi skáldskapur um verk af þessu tagi en það hug-
tak kallast meðal annars á við skrif Jeans Ricardou um sjálfljsingu (auto-
représentatiorí) í skáldskap.10
Eftir því sem leið á níunda áratuginn varð enska hugtakið metafiction
smám saman að alþjóðlegu samheiti fyrir þær fjölbreyttu bókmennta-
sögulegar hræringar og listbrögð sem menn höfðu reynt að fanga í net
ólíkra hugtaka áratugina á undan.111 sinni víðustu merkingu hefur orðið
unnið sér sess í vestrænni bókmenntaumræðu og blandast meðal annars
inn í umfjöllun fræðimanna um andóf módernískra og póstmódernískra
höfunda gegn hefð raunsæisins í skáldsögum og kvikmyndum.1-1 En fyrir
vikið hafa ýmis sértækari hugtök fallið í skuggann og jafnvel gleymst.
Hér verða fyrst rifjuð upp skrif tveggja rithöfunda sem höfðu umtalsverð
áhrif á þróun sögusagna og sjálfljsandi hókmennta á Vesturlöndum á síðari
hluta tuttugustu aldar, þeirra Andrés Gide og Jorges Luis Borges.
I dagbók sinni frá árinu 1893 lýsir Gide yfir velþóknun á listaverkum
þar sem brugðið er upp mynd af fyrirbærum sem endurspegla viðfangs-
efni listaverksins sjálfs. Meðal dæma sem hann tekur til skýringar eru
ónefnd málverk efdr Hans Memling, Quentin Metzys og Diego Veláz-
8 Robert Alter, Partial Magic. The Novel as a Self-Conscious Genre, Berkeley, Los Angeles,
London: University of California Press, 1975; Brian Stonehill, The Self-Conscious
Novel. Artifice in Fiction frmn Joyce to Pynchon, Philadelphia: University of Penn-
sylvania Press, 1988; Linda Hutcheon, Narcissistic Narrative. The MetafictionalPara-
dox, Waterloo, Ontario: Wilfrid Laurier University Press, 1980.
9 Malcolm Bradbury og John Fletcher, „The Introverted Novel“, Modernism 1890-
1930, ritstj. Malcolm Bradbury og James McFarlane, Pelican guides to European
hterature, Harmondsworth, New York: Penguin, 1976, bls. 394-415.
10 Hermann Stefánsson, „Sagan um það hvemig tekið er viðtal við Javier Cercas“, Les-
bók Morgunblaðsms, 17. september 2005, bls. 3; Jean Ricardou, „La Population des
miroirs", Poetique 22 (1977): 196-226.
11 Þessi þróun endurspeglast í titlinum á yfirlitsriti Patriciu M'hugh, Metafiction. The
Theory and Practice of Self-Conscious Fiction, London og New York: Routledge, 1984.
12 Sjá m.a. Astráð Eysteinsson, The Concept of Modemism, Ithaca, NY: Comell Uni-
versity Press, 1990, bls. 109-115.