Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 108
JON KARL HELGASON
safnið í Madríd og virt fyrir sér
málverkið Las meninas (Hirðmeyj-
amar) efrir Velázquez. Málarinn
sést standa ríð trönur vinstra meg-
in á myndirmi, innan um hirð-
meyjar og litla prinsessu, og er
önnum kafinn ríð að mála mynd
af Filipusi IV og konu hans. Þau
standa utan ríð ramma mynd-
arinnar en sjást í spegh í bak-
grunni hennar. Borges fullyrðir
að stjómendur safnsins hafi kom-
ið fyrir öðrum spegh gegnt mynd-
inni „til að margfalda þessa
töfra“.15
Meginefhi greinar Borgesar
era þó ekki slíkar sjónhveríingar í
myndlist eða kortagerð heldur
hliðstæður þeirra í bókmennum;
þau tilrík þar sem skáldskapur er
rammaður inn af öðrum skáldskap. Meðal dæma sem hann nefindr er stutt
skáldsaga sem Miguel de Cervantes felldi inn í Don Kíkóta, æríntýrið um
Kúpid og Psykke sem Lucius Apuleius lætur kerlingu eina segja ungri
stúlku í Gullinasna og loks leikritið sem farandleikflokkur setur á sríð
fyrir dönsku hirðina í þriðja þætti Hamlets. Mestu rými ver Borges hins
vegar í umfjöllun um æríntýrasafiúð Þúsund og eina nótt þar sem hver
frásögnin er römmuð inn af annarri. Ysti ramminn er saga af jómfrúnni
Sjerasade sem gifrist soldáni nokkmm er hefur heitið því að kvongast
aðeins til einnar nætur í senn og láta kyrkja brúðina morguninn eftir
brúðkaupið til að koma í veg fyrir að hún svíki hann í tryggðum. A brúð-
kaupsnóttina segir Sjerasade soldáninum hins vegar upphafið að svo
töffandi sögu að hann slær aftökunni á frest í von um að heyra sögulokin
næstu nótt. Þannig gengur þetta þar til þúsund og ein nótt er liðin og
Sjerasade hefur fætt soldáninum son. Borges telur að mesti galdur ffá-
15 Jorge Luis Borges, „When Ficnon Lives in Fiction", þýð. Esther Allen, Selected
Noti-Fictions, ritstj. Eliot Weinberger, New York: Viking, 1999, bls. 160-162, bls.
160.
Málverkið Las meninas eftir Diego
Velázquez setn Borges kveðst hafa séð á
Prado-safitinu í Madríd.
ioó