Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 116
JÓN KARL HELGASON
ingarþörf sem frásögn sögumannsins ber vott um. Lok sögunnar ýta
undir þá túlkun.
Aður en vikið verður að þeim er hins vegar ástæða til að staldra við
annað ljóð sem sögumaður fléttar inn í frásögn sína, „Eg veit eina bauga-
línu“ eftír sautjándu aldar skáldið Stefán Olafsson. Staðreyndin er sú að
Bubbi er fjarri því að vera ánægður með sitt eigið ljóð; „ég er ekki skáld“,
segir hann vonsvikinn. ,Jafnvel þegar lífið kallar, þá kann ég ekki að leika
á fegurstu strengina í hörpunni, sem það réttir mér. Ég næ aðeins tökum
á þeim hjáróma. Og ég henti frá mér pennanum“ (bls. 71). En í síðasta
hluta sögunnar, eftír að Bubbi hefur mátt horfa á eftir Onnu sigla til
dvalar í Danmörku, sest hann að sumbli eitt kvöld ásamt Stjána vini
sínum og einkennilegum nátmga, sem Stjáni segir að „þættist vera skáld“
(bls. 172). Tveir strákar bætast í hópinn og þegar skáldið tekur dræmt í
að þeir fari út á lífið og leiti uppi kvenfólk skýrir annar strákurinn það
áhugaleysi með því að öll skáld séu náttúrulaus. Skáldið móðgast og
ætlar að yfirgefa samkvæmið en þegar honum er boðið meira vín róast
hann og fer eftir það að flytja kvæði eftir sjálfan sig og aðra, þar á meðal
„Epitaphium pastoris“ eftír Bólu-Hjálmar. Skáldið spyr Bubba síðan
hvort hann kunni svona gamlan kveðskap.
Mér þótti þetta næsta móðgandi spurning og kvaðst bera skyn
á mörg kvæði, sem væru hundruðum ára eldri en sú grafskrift,
og lét hann heyra nokkur gömul erindi ffá ýmsum öldum, án
þess hinir strákarnir legðu eyrun að því.
En ég tók það skýrt ffam, að ég væri ekki skáld, og kvaðst
aldrei hafa gert tilraun til að yrkja ferskeytlu, hvað þá heilt
kvæði.
Eg veit
eina baugalínu,
af henni tendrast vann
eldheit
ást í hjarta mínu,
allur svo eg brann;
bjartleit
burtu hvarf úr rann.
Nú er ei hugurinn heima
því hana ei öðlast kann.