Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 117
DEILIGALDUR ELÍASAR
Þetta fannst skáldinu alllögulegt kvæði, og bað mig að lofa sér
að heyra framhaldið. (bls. 175-176)
Bubbi fer með næsta erindi og syngur síðan framhaldið. Drykkjufélög-
um hans er skemmt: Jafnvel skáldið hló, svo að ístran gekk tdl og frá, upp
og niður. En ég brosti, minnir mig, til þess að láta ekki á því bera, að
kvæðið væri mér raunverulega nokkurs virði“ (bls. 177). Það sem eftir er
kaflans fleygar hið elegíska ástarkvæði Stefáns lýsingar Bubba á hinum
innihaldslausa gleðskap en kvöldinu lýkur þannig að Bubbi situr þögull
og fer í hljóði aftur með fyrri erindin og endar á því síðasta þar sem
ljóðmælandi viðurkennir að hin augnskæra meyja hafi gengið nærri
hjarta hans: „hýran af henni skein; / sú fær / svalað geðinu ein. / Nú er
ei hugurinn heima, / því horfin er silkirein“ (bls. 180). Þetta gamla kvæði
er dæmi um frásagnarspegil sem endurspeglar söguþráð verksins en það
ber jafhframt vott um djúpstæða þörf Bubba til sjálfstjáningar. Með því
að taka sér í munn orð íslensks skálds frá sautjándu öld fær hann útrás
fyrir tilfinningamar sem bærast í brjósti hans efdr brotthvarf Onnu. Það
má síðan velta fyrir sér hvort samband þeirra Bubba og Stefáns Ólafs-
sonar sé hliðstætt sambandi EKasar Marar og Bubba, hvort sá fyrmefhdi
sé að nota frásögn þess síðamefhda tdl tjáningar á sér.26
Eins og áður er getið telur Dállenbach æskilegt að frásagnarspegill í
upphafi frásagnar kallist á við frásagnarspegil í lok hennar og Elías Mar
er á sama máh. I síðasta kafla skáldsögunnar setur Bubbi aftur á fóninn
sama forleik og í upphafi og á ný vakna fyrir sjónum hans myndir af
„löngum þjóðvegi að morgxú dags, þegar hem er á pollunum og sólin er
ekki ennþá í augsýn“. Efdr að hann hefur hlustað þannig tvívegis á verk-
ið sest hann við skrifborðið sitt og hefur skrifdr.
Þannig sat ég lengi dags.
26 í viðtalinu við Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, bls. 4, gerir Eh'as
Mar greinarmun á sjálfum sér og Bubba: „Það er engin sérstök fýrirmynd að Þór-
halli. Hann er reyndar á svipuðu reki og ég þegar ég skrifa söguna, en hann er há-
skólastúdent og býr hjá föður sínum sem er ágaetlega efnaður. Að því leyti eru að-
stæður hans mjög ólíkar mínum aðstæðum.“ í sögunni sjálfri gerir Elías einnig vissan
greinarmun á sjálfum sér og sögumanni með því að leiða ffam á sviðið persónu sem
heitir Eh'as. Þetta er „smákunningi" Bubba „einn reykvískur“ (bls. 49) sem er að fara
til Svíþjóðar og reynir að selja honum síðusm hljómplötumar sínar. Þessi Elías er
kunnugtu- Onnu; það kemur fram að hann hefur áður selt henni megnið af plöm-
safiiinu sínu. Síðar í sögunni fer Bubbi að dæmi hans: „Auk þess hafði ég selt allar
plötumar mínar nema forleikinn, meira að segja alla dansmúsíldna“ (bls. 149).