Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 122
JON KARL HELGASON
gangast við eigin ódauðleika, horfast í augu við að hann sé hverfull hlekk-
ur í iífkeðjunni, eins og hver önnur skepna sem höfð er til undaneldis. I
verkum sínum beinir Rank meðal annars athyghnni að goðsögnum og
hetjusögum þar sem fjölskyldunni er með einhverjum hætti hafnað. Hin
sjálfskapaða, goðsögulega hetja á sér oft óljósan uppruna, er eingetin eða
munaðarlaus. Rank ræðir í þessu sambandi um fornar persónur á borð
við Sargon, Lohengrin og Jesúm Krist; Kellman bætir bandarísku dægur-
hetjunum Lone Ranger og Súperman í þann hóp og lítur svo á að sjálf-
getna skáldsagan sé ffamhald þessarar hefðar:
„Sjálfgetnaður“ er ekki einungis nýstárlegur fræðilegur merki-
miði á þessi verk, heldur afkvæmi þeirra eigin táknmáls [...]
Hetju sjálfgetnu skáldsögunnar, sem er einmana, að eldast og
með kynlíf á heilanum, auðnast að geta af sér tvíbura - sjálf og
skáldsögu. Aðalpersónan er jafhan einhleypur einfari, og samt
er striti hans svo lýst að því ljúki með persónulegri endur-
fæðingu.34
Forvitnilegt er að heimfæra þessa lýsingu yfir á Bubba í Eftir örstuttan
leik. Enda þótt hann sé ekki nema tvítugur segist hann hafa „hlotið meiri
lífsreynslu, en margur hlýtur á þrefalt lengri ævi“ (bls. 27), hann telur
jafnaldra sína börn í samanburði við sig og efast um að faðir hans „þekki
lífið nándar nærri eins vel“ og hann (bls. 59). I upphafi sögunnar eru
hðin þrettán ár ffá því móðir Bubba dó en á þeim vetri sem sagan lýsir
er honum orðið ljóst að tengsl þeirra feðga hafa einnig rofhað. „Þegar
þessi ráðsetti maður horfir í augu lífsreynds unglings, - þegar hann skip-
ar þessum unglingi fýrir verkum, vitandi það, að skipanirnar eru árangurs-
lausar [...] þá er hlutverki hans sem föður raunverulega lokið“ (bls. 63-
64). Hvergi er þessi mynd Bubba af sjálfum sér þó eins sláandi og þegar
haxm fer í fyrsta skipti út með Önnu að borða: „Eg var víst ekki
ósvipaður fimmtugum, útlifuðum hórujagara, sem þrátt fýrir útjaskaðan
svip og eitrun í skrokknum reynir að halda sér til fýrir stúlkum innan við
tvítugt, eins og meðan hann var í blóma lífsins“ (bls. 56).
Það vekur athygli að lífsreynslan, sem Bubba verður svo tíðrætt um,
er aðallega af kynferðislegum toga. Endurminningum sínum um fyrstu
kynnin af ástinni lýsir hann svo:
34 Sama rit, bls. 8.
120