Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 123
DEILIGALDUR ELÍASAR
Það er erfitt fyrir mig að skrifa nokkuð af því hér á pappírinn,
því mér finnast þær vera nútíðin, jafnvel framtíðin, - í allri
ógnan sinni og niðurlægjandi storkun. En síðan ég var tólf ára
gamall, hef ég ósjálfrátt fyrirlitið allar vinnukonur, sem verið
hafa á heimili föður míns. Eg hef verið móðurlaus frá því ég
var sjö ára gamall. Astríkis móður minnar naut ég ekki nema
skamma stund. Eg hef leitað þess hjá öðrum konum, en fundið
allt annað. Og ég er ekki nema tuttugu ára. Er þetta ekki lýgi-
legt, mínir kæru? (bls. 47)
Þó að það sé ekki sagt beinum orðum bendir allt til að Bubbi hafi misst
sveindóminn tólf ára með einhverri vinnukonunni, staðgengli móður-
innar á heimihnu. Hann kveðst fyrst hafa fyllst stolti yfir því að vera „orð-
inn fullorðinn maður“, en eftír því sem hann teygaði oftar „af skálum
nautnanna" hafi kynlífið orðið vani. „Vani. - Undarlegt kannske, - næsta
hörmulegt, en satt“ (bls. 47). I byrjun sögunnar hefur Bubbi fengið óbeit
á þessum þætti í lífi sínu, hann talar jafnan um hitt kynið af megnri fyrir-
litningu, auk þess sem þrálát ógleði hans vaknar helst við tilhugsunina
um konur og kynlíf. Það kann að liggja beint við að tengja þessar til-
finningar móðurmissinum, að í huga Bubba feh holdlegt samræði við
hitt kynið í sér eins konar sifjaspell, en það má líka tengja þetta hug-
myndum Ottos Rank um hina sjálfsköpuðu hetju.
Fæðingin
Á þessu stigi er rétt að upplýsa að takmarkið sem Bubbi hefur í lífinu
felst ekki aðeins í því að sigrast á ójafhvæginu í eigin lífi heldur í raun að
skapa sjálfan sig frá grunni. „Eg er einstaklingur,“ skrifar hann. „Og ég
þrái að vera einstaklingur. Allt mitt líf stefnir að því að vera sjálfstæður
persónuleiki“ (bls. 28). Bubbi telur að gjálífi og drykkja séu meðal þess
sem standi í vegi fyrir því að hann nái þessu takmarki. Þetta kemur skýrt
fram í senunni þegar Lovísa vinnukona reynir að fá hann til við sig:
Svo ætlaði þessi óuppdregna vinnukonusnift að taka mig glóð-
volgan og leika sér að mér eins og tilbúnum phallos eftir eigin
geðþótta, blindfull og óhrein, - hver veit, hversu mikið óhrein
12 I