Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 124
JON KARL HELGASON
Ég hafði staðizt freistinguna, - og það sem athyglisverðara var,
og gerði mig hugrórri: þetta hafði ratmverulega ekki verið
nein freisting. Andstyggileg skækja. Ekkert annað. Líkami, -
og þó ekki líkami.
Undanfama mánuði hafði ég keppt að takmarkinu. Nú
hafði ég sigrazt á enn einni hindruninni á leið minni. - Eg. -
- Ég, — Ég tilbað sjálfan mig eins og dýrling. - Ég varð að
standast hvers kyns ffeistingar, ef ég ætlaði ekkd að snúa við á
leiðinni að takmarkinu. (bls. 46)33
Ljóst er að í Onnu finnur Bubbi einhvers konar andhverfu annarra
kvenna, upphafið tákn fegurðar, heilbrigðis og hreinnar ástar. Þau verða
afar nákomin á tímabili en Bubbi er þó alltaf óviss um hvort Anna sé
„ekki ffeisting, - hindrun á leiðinni að takmarkinu“ (bls. 46).
Þegar á söguna líður kemur á daginn að kynni Bubba af Bíbí á lýð-
veldishátíðinni hafa dregið dilk á eftir sér, þau eiga saman son. Bubbi
hefur reyndar aldrei séð þetta afkvæmi sitt þegar þau Anna kynnast og
virðist ekki geta horfst í augu við orðinn hlut:
Bíbí. -
Hún var einn aðilinn í þessum örsmtta leik. Það átti fyrir
henni að liggja að valda þáttaskiptum í leiknum. Nú er það allt
búið, - rétt sem það sé fyrir löngu liðið hjá, og manni finnst
næsta skrítið, að það skuli nokkxu sinni hafa átt sér stað. Við
erum nú eins og tvær verar, sem ekki aðeins verða eilíflega
fráhverfar hvor annarri, heldur hafa jafnan ffá upphafi verið
það.
Bíbí. -
Hver er framtíð þín? Att þú nokkuð, sem þú keppir að? Eg
efast um, að þér finnist þú eiga barn til að lifa fyrir. Kannske
35 Saga Bubba kallast hér og víðar á við sögu Steins Elliða í Vefaranum miklafrá Kasmtr
eftir Halldór Laxness. A einum stað skrifar Bubbi til dæmis: ,dVIér hefur komið til
hugar að ganga í Idaustur, og líklega hefðu menn gert það í mínum sporum fyrr á
öldinni eða ennþá fyrr á tímum. En mér gagnar það ekki“ (bls. 186-187). Um tengsl
skáldsögu Elíasar við Vefarann og fleiri skáldsögur sem lýsa tilvistarkreppu ungra
manna sjá: Dagný Kristjánsdóttir, „Arin eftir seinna stríð“, Islensk bókmenntasaga IV,
ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2005, bls. 417-
661, bls. 470.
122