Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 127

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 127
DEILIGALDUR ELÍASAR hefur allt til alls en ekkert hald í hefðum, þjóðfélagsstöðu, trú, íjöl- skyldu“.39 Jón Oskar tekur í sama streng tengir persónulýsingu Bubba því breytta andrúmslofti sem hafi gætt á Islandi í kjölfar lýðveldishátíð- arinnar og síðari heimsstyrjaldarinnar: „Ekkert geislandi takmark skín við söguhetju Elíasar, ekkert nema tómleiki: lífið á sér engan tilgang. Það er ekki dýpt eða innsæi sem ræður því að sagan er ekki gersamlega úrelt, heldur sá tómleikablær sem höfundur hefur náð í söguna."40 Hér hefur aftur á móti verið bent á að líðan og hegðun Bubba á sér trú- verðugar sálrænar orsakir. Þær tengjast meðal annars móðurmissinum og fæðingu Bubba yngri, en líka spennuþrungnu sambandi Bubba eldri við Gunnar, föður sinn. Spennan á milli þeirra brýst hve skýrast fram í senu þar sem Gunnar fer að ræða um meðlagsgreiðslurnar við son sinn (bls. 128-133), en hún hefur þó verið undirliggjandi allt frá fyrsta kafla verksins þegar Gunnar skipar Bubba að hætta að spila forleikinn: ,Já,“ minnir mig, að ég hafi sagt. Eða kannske svaraði ég engu; - nema faðir minn var óðara rokinn út úr stofunni og fótatak hans fjarlægðist niður stigann. Þetta minnti mig á það, þegar pósturinn kemur með ómerkilegt fundarboð og maður rífur það ekki upp, vegna þess maður veit, að það er einungis fund- arboð eða annað ekki merkilegra og hendir því í bréfakörfuna án tafar. (bls. 17-18) Síðast en ekki síst virðist Bubbi vera á valdi þess sem Otto Rank kallaði „sjálfssköpunaráráttu“; nístandi þrár sem virðist vera orsökin fyrir rót- leysi hans og finnur sér ekki farveg fyrr en hann nær tökum á að skrifa um hana. Það gerist ekki fyrr en eftir að Anna hefur birst og horfið í lífi hans; hún er þetta annað sem hann þarfnast til að tjá sig. I textanum eru enn fremur vísbendingar um að Bubbi sé, ofan á aðrar raunir sínar, að glíma við eigin samkynhneigð en um það efni átti Elías efidr að fjalla með misberorðum hætti í síðari verkum sínum, svo sem 38 Athyglisvert er að öll fjölskylda Bíbíar ber nöfn sem líkjast nafni sögumannsins (Þórhalls/Bubba): Faðir hennar heitir Þórarinn, móðirin Þórunn og lidi drengurinn er kallaður Bubbi. Auk þess er nafnið Bíbí keimlíkt nafninu Bubbi. Anna ber hins vegar allt annars konar nafn en hann. Hugsanlega mætti tengja þessi nöfn kenning- um sálarfræðinnar um Sjálf og Arrnan. 39 Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, bls. 5. 40 Jón Oskar, Gangstéttir írigningn, bls. 87-88. I25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.