Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 128
JON KARL HELGASON
Ifyrsta skipti sem Bubbi sér Önnu í
skáldsögu Elíasar Marar talar hann
um að hún sé „ekki svo ósvipuð
uppáhaldsleikkmunni minni henni
Lönu Tumer, sem erfjarska lítil
leikkona, og einmitt þess vegna elsku-
legri en allar hispursmeyjarnar þama
vestur íHollywood [...]. Hún var
Ijóshærð, glaðleg og hispurslaus að sjá,
rétt eins og Lana, og hún var alls ekki
svo ósvipuð henni í vaxtarlagi“ (bls.
24). Sama ár og Eftir örstuttan leik
kom út lék Lana íþekktustu
kvikmynd sinni, The Postman
Always Rings Twice (Bréfberinn
hringir alltaf tvisvar).
skáldsögunum Man egþig löngurn frá 1949 og Vögguvím frá 1950 ogsmá-
sögunni „Saman lagt spott og speki“ frá 1960.41 Þessar vísbendingar eru
áberandi í kafla sem ber titilinn „Dansleikur“ en hann hefst á hug-
leiðingu Bubba um sjálfan sig. Hann segist lengi hafa verið þess fullviss
að hann væri „ekki alls kostar heilbrigður unglingur andlega“ og ræðir
um „krónískt þunglyndi og óþreyju" í því sambandi (bls. 26). Og hann
bætir við:
Það er orðið langt síðan ég hef haft yndi af samveru við nokk-
urn einstakan félaga, - tiltölulega langt síðan. Einmitt af þessu
hef ég gripið til aragrúa af sálfræðibókum og öðrum pésum
41 Þorvaldur Kristinsson fjallaði einna fyrstur rnn þetta efni í „Skýrslu nefndar um mál-
efhi samkynhneigðra“, Reykjavík, október, 1994. Sjá enn ffemur Geir Svansson,
„Osegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin firæði í íslensku samhengi", Skímir 172
(haust 1998), bls. 476-527, bls. 495; Dagný Kristjánsdóttir, ,Árin eftir seinna stríð“,
bls. 475; Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, bls. 5. Eg vil þakka Guð-
jóni Ragnari Jónassyni fyrir að hafa valdð athygli mína á þessari hlið á höfundarverki
Eb'asar.
126