Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 129
DEILIGALDUR ELÍASAR
varðandi persónuleikann og hvatalífið. Já, ég hef stúdérað
feiknin öll. Og ég hef komizt að raun um, að engin þessara
bóka getur sagt mér tdl folls, hvaða tökum ég á að taka mig. [...]
En það þýðir ekkert fýrir mig að leita tdl vdna minna, því
þeir skdlja mig ekki, og ég forðast að jafhaði að hitta þá nú
orðið. [...] Eg hef reynt að njóta Kfsins. Er það synd?
- Eg spyr. - Nei. Það er ekki synd. Það er allt og sumt. Það
getur ekki verið synd að hegða sér samkvæmt heilbrigðum
löngunum sínum. Samt er því þannig farið með mig, að ég hef
mátt súpa seyðið af því að hafa leyft mér að njóta lífsins á
annan hátt - og í fýllra mæfi - en þeir. Eg hef á vissan hátt ver-
ið ólánsamari en þeir. En hefur það verið mér að kenna? Því
trúi ég ekki.
Þó er ég nú orðið farinn að streitast svo mjög á mótd heil-
brigðum löngunum mínum, að ég nálgast algjöra sturlun. Eg
er farinn að hræðast sjálfan mig, - bæði hvatdr mínar - og
löngunina tdl þess að bæla þær niður. Eg hef andstyggð á sjálf-
tun mér, - og ég dýrka sjálfan mig jafnframt. (bls. 27—2 8)42
Síðar í þessum kafla spanar Bubbi sig upp í að fara á ball með því að
dansa einn við sjálfan sig í herberginu sínu. Hér er um að ræða örstutta
senu sem afhjúpar hlið á Bubba sem lesandi sér annars lítdð af: „ég blístr-
aði danslög og hoppaði bjánalega á tánum eins og Ann Sheridan; ég
hafði hendur á mjöðmum og lét eins og fífl. [...] Eg steig dansspor og
setti rassinn út í loftið, baðaði út öllum skönkum og leið vel. En sú
veflíðan stóð ekki nema skamma stund, - mjög skamma stund“ (bls. 29).
Lokaorðin, sem Bubbi ítrekar víða í frásögninni, líkjast þekktum ljóðlínum í Song of
myself (Söngrmm um sjálfan mig) efdr bandaríska skáldið og hommann Walt Whit-
man: „Eg vegsama sjálfan mig“ („I celebrate myself‘). Sjá Walt Whitman, Söngiirinn
um sjálfan mig, þýð. Sigurður A. Magnússon, Reykjavík: Bjartur, 1994, bls. 17. Onn-
ur t'ísbending um kynhneigð Bubba er þegar hann, í tveimur lýsingum á bókaskápn-
um sínum, segist telja víst að í Biblíunni sé rauða bandið sett í opnuna „þar sem
Esekíel er hvað skemmtilegastur“ (bls. 19, 186). Hann kann hér að vera að vísa til
umdeildrar ritningargreinar (Esekíel 16:50) þar sem Sódóma og dætur hennar eru,
samkvæmt sumum ritstýrendum, fordæmdar fýrir samkynhneigð: „Þær urðu
drambsfullar og ffömdu svívirðingar fýrir augtnn mér.“ Rökin eru þau að orðið „sví-
virðingar“ (to’evah) sé notað annars staðar í Biblíunni (Levítíkus 18:22) til að lýsa
kynmökum fólks af sama kyni. Sjá Gary DeMar, „The Bible and Homosexuahty",
American Visiom, 21. júní, 2006 (http://www.americanvision.org/articlearchive/06-
21-06.asp), skoðað 10. desember 2006.
12j